fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Gáttuð á framgangi borgarinnar í 10 milljarða stafrænni umbreytingu – „Er nema von að manni svelgist á morgunkaffinu?“ 

Eyjan
Fimmtudaginn 7. október 2021 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Reykjavíkurborgar að ráðstafa 10 milljörðum af opinberu fé í stafræna umbreytingu á þjónustu borgarinnar, áhyggjuefni. Ákvörðunin sé óútfærð og óljós en auk þess sé það furðulegt að borgin ætli sér með byggingu eins stærsta hugbúnaðarhúss landsins í beina samkeppni við einkaaðila um mikilvæga sérþekkingu.

Hildur skrifar um þetta í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún stafrænu umbreytinguna mikilvægt framfaraskref, en vanda þurfi þó til verka.

„Sú óútfræða ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að verja 10 milljörðum af opinberu fé í verkefnið til næstu þriggja ára vekur áhyggjur. Ráðstöfun fjármuna virðist óljós og áform um útvistun takmörkuð. Samhliða er fyrirhugað að ráða tugi sérfræðinga á borgarkontórinn. Er nema von að manni svelgist á morgunkaffinu?“

Skortur á tæknimenntuðu fólki

Hildur segir áhyggjur vegna þessa áætlana útbreiddar, sérstaklega meðal hagaðila og hagsmunasamtaka. Hérlendis hafi nú verið viðvarandi vandamál hversu mikill skortur er á tæknimenntuðu fólki og því ríki hörð samkeppni um tæknimenntaða sérfræðinga meðal hugbúnaðarfyrirtækja á Íslandi. Nú ætli borgin að ná þessum aðilum í störf til sín.

Sjálfstæðisflokkurinn hafi af þessu tilefni lagt til að allir þættir verkefnisins verði boðnir út, en sú tillaga hafi verið felld.

„Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérfræðiþekkingu. Stafræn umbreyting er sannarlega mikilvæg framfaraskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og hversu litlu er fyrirhugað að útvista. Hér þarf aukið aðhald og áherslubreytingar.“

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, tekur í sama streng og Hildur. Hann ritar einnig grein í Morgunblaðið þar sem hann segir ákvörðun Reykjavíkur bjóða ekki út verkefni sem tilheyri stafrænni umbreytingu sé verið að fara í beina samkeppni við sprotafyrirtæki um starfsfólk á á markaði.

„Verkefnið er tröllvaxið og á að kosta 10 milljarða á þremur árum. Engin mælanleg markmið liggja fyrir. Að óbreyttu verður engum verkum lokið fyrir lok kjörtímabilsins. hvergi. kemur fram hvað ávinnst við þessa fjárfestingu eða hvenær.“

Bendir Eyþór á tilvik þar sem borgin hefur orðið uppvís að ólögmætum innkaupum, meðal annars að kauap led-ljós af eigin félagi frir marga milljarða, kaupa rafmagn af eigin félagi og nú eigi að innvista hugbúnaðarþróun fyrir marga milljarða „þvert á nútímahugmyndir um hvað tilheyri rekstri sveitarfélaga.“

Rúmlega þrír milljarðar í Stafræna Reykjavík á þessu ári

Tillaga Sjálfstæðisflokksins var lögð fram á fundi borgarstjórnar þann 5. október s.l. og lagði flokkurin þá fram bókun þar sem segir að með útboði væri hægt að spara fjármuni og auka skilvirkni. Það gengi gegn stefnu borgarinnar í innkaupum að útvista ekki verkefninu.

Meirihlutinn í borgarstjórn svaraði þessu í bókun þar sem sagði að stuðst verði mikið við útboð í verkefninu en um 80% þeirra 10 milljarða sem eyrnamerktir væru stafrænni Reykjavík verður varið í innkaup sem boðin verða út. „Á þessu ári verða innkaup um 2,7 ma.kr af alls 3,2 ma.kr.“

Borgin ekki hugbúnaðarfyrirtæki

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins lagði einnig fram bókun þar sem hún benti á að borgin væri ekki hugbúnaðarfyrirtæki og væri þar að auki stórskuldug.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun þar sem hún sagði:

„offorsið sem einkennir þessa vegferð er langt umfram þörf því það ríkir ekkert neyðarástand hér varðandi aðgengi fólks að vefjum Reykjavíkurborgar. Stafræna vegferð þarf að hefja, svo mikið er víst, en það er ekki samþykkjanlegt að ausa tíu milljörðum af almannafé í allskonar lausung sem enn sér ekki fyrir endann á.“

Dóra Björt sökuð um lygar

Það vakti athygli í vikunni þegar Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, hélt því ranglega á borgarstjórnarfundi að fundað hefði verið með Samtökum iðnaðarins um stafræna umbreytingu. Dóra Björt benti á að ummæli hennar hafi byggst á misskilning. Hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudaginn.

Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgina fyrir að ráða til sín ríflega 60 sérfræðinga út af stafrænu umbreytingunni en með því eigi fyrirtæki á hættu að missa sérhæfða starfsmenn til borgarinnar og hafi slíkt þegar átt sér stað. Ekkert samráð hafi verið haft við upplýsingatækniiðnaðinn um þetta risastóra verkefni. Þegar ríkið hafi ráðist í sambærilegt verkefni – Stafrænt Ísland, hafi það alfarið verið unnið af einkaaðilum í gegnum útboð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!