fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

„Fólk vill helst hittast einhvers staðar í bílakjallara þar sem enginn getur rakið ferðir þess“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 21:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var tilkynnt að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefði sagt upp störfum. Af því tilefni var hann gestur í Kastljósi í kvöld, þar sem hann var spurður út í störf sín og stöðu Landspítalans.

Hann sagði að ákvörðun sín hafi verið persónuleg, og að vildi ekki meina að hún tengdist því að allt útlit er fyrir því að ríkisstjórnin verði skipuð sömu flokkum og fráfarandi stjórn.

Páll ræddi þau verkefni sem blasa við spítalanum, og nefndi þar nokkrum sinnum fjármál spítalans. „Það er alveg sama hvar þú spyrð, þá kemur þú alltaf að því sama: Það vantar fullnægjandi rekstrargrundvöll. Það vandamál mun vaxa á næstu árum.“ sagði Páll og benti á að íslenska þjóðin er að eldast.

„Of seint að einhverju leiti“

Þá sagði Ingólfur Bjarni Sigfússon, spyrill, að Páll hefði verið að segja svipaða hluti alla sína tíð sem forstjóri spítalans, og spurði hvort að stjórnvöld hefðu ekki hlustað á hann og brugðist við vandanum. Hann sagði svo ekki vera.

Þá spurði Ingólfur: „Afhverju hefur þá ekki verið brugðist meira við?“, og Páll svaraði: „Það hefur verið heilmikið brugðist við, en það má segja að það sé of seint að einhverju leiti.“ Og spurði í kjölfarið hvers vegna stjórnvöld hefðu ekki brugðist fyrr við mönnunar- og húsnæðisvanda spítalans.

Vilja hittast í bílakjallara vegna ótta við að einhver verði reiður

Síðan var Páll spurður út í tengingu hans við fólkið á gólfinu, sem átti að bæta. Spyrillinn benti á að svo virtist ekki vera miðað við umfjöllun í fjölmiðlum, og að mikið af starfsfólki spítalans liði eins og ekki væri á sig hlustað. Páll sagði að alltaf væri hægt að gera betur, og benti síðan á hluti sem átt að bæta ástandið.

„Engu að síður er það þannig að þegar maður talar við fólk innan kerfisins þá vill það helst hittast einhvers staðar í bílakjallara, þar sem enginn getur rakið ferðir þess, af ótta við að einhver verði reiður ef maður segir eitthvað gagnrýnið.“ sagði Ingólfur þá.

Páll svaraði því: „Ég kannast nú ekki við það. Ég held nú að starfsfólk mitt hafi ekki verið að hlífa mér undan skömmum undanfarið, og ég held að þú eigir erfitt með að finna styggðarorð af mínum vörum gagnvart þeim, vegna þess að ég skil það. Ég skil þegar fólk vill gera sitt besta og er örvæntingarfullt og fúrstrerað vegna þess að allt er að gerast svo hægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar