fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Hjóla í fréttaflutning RÚV um kæru frambjóðenda á talningunni í NV – „Hvað gengur fréttastofunni til með þessu?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. október 2021 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hádegisfréttum RÚV í gær var greint frá því að lögmaðurinn Sigurður Arnar Hilmarsson, lögmaður tveggja frambjóðenda til Alþingis sem duttu út við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, teldi ágalla á talningu atkvæða þar það marga að ógilda bæri framkvæmd kosningarinnar í kjördæminu. Sigurður Arnar hafði verið gestur í Vikulokunum í gær þar sem hann tjáði sig um málið og í kjölfarið var greint frá afstöðu hans í hádegisfréttum í gær þar sem fréttin var kynnt með eftirfarandi hætti:

„Formaður Lögmannafélags Íslands segir að ágallar á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum séu nógu margir til að ógilda kosningarnar í kjördæminu.“ 

Einhvers konar æðsti klerkur

Sigurður Guðni Guðjónsson, samfélagsrýnir og lögmaður, gagnrýnir þessa framsetningu RÚV á fréttinni og bendir á það að Sigurður Arnar sé ekki að tjá sig um málið sem formaður Lögmannafélagsins heldur sem lögmaður frambjóðendanna tveggja, en greinamun beri að gera á þessum hlutverkum.

Hann skrifar um málið á Facebook.

„Það er eins og fjölmiðlar haldi að formaður Lögmannafélags Íslands, sem er félag sem lögmönnum er skylt að eiga aðild að, sé einhvers konar æðsti klerkur þegar kemur að túlkun og beitingu laga. Svo er ekki. Hlutverk hans er að leiða skylduaðildarfélag og gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum fyrst og síðast.

RÚV hafði það eftir núverandi formanni í fréttatíma sínum í gær að Alþingi bæri að ógilda kosningar í norðvesturkjördæmi.

Á daginn kom svo að formaðurinn er að vinna fyrir þingmenn sem eru þolendur mistakanna hjá kjörstjórn.“

Veltir Sigurður Guðni því fyrir sér hvort þessa framsetningu megi rekja til mistaka nafna hans eða fréttastofu RÚV.

„Formaður lögmannafélagsins virðist því, eins og áður á stuttum formannsferli, hafa gleymt að skipta um hatt eða RÚV verið að skreyta fréttina með ósannindum. Hvorutveggja er jafn slæmt.“

Sigurður Guðni bendir á að Lögmannafélag Íslands hafi ekki ályktað neitt um talningarmálið, þó svo einn frambjóðendanna sem datt út af þingi við endurtalningu sé félagsmaður, og því geti Sigurður Arnar ekki komið fram sem formaður Lögmannafélagsins í málinu, heldur sem lögmaður kærenda.

„Lögmannafélag Íslands hefur ekki efnt til félagsfundar um kosningamistökin í norðvesturkjördæmi. Engin tillaga eða samþykkt hefur verið gerð innan vébanda lögmannafélagsins um að þau séu þess eðlis að ógilda beri kosningu og efna til uppkosninga. Er þó félagsmaður meðal þolenda, þó ekki sem lögmaður heldur áhugamaður um stjórnmál.

Meðan lögmenn hafa ekki falið formanni Lögmannafélags Íslands að tala fyrir ógildingu kosninga í norðvesturkjördæmi verður hann að reka áróður fyrir réttmæti málefna skjólstæðinga sinna í kosningarmáli þessu fyrir eigin reikning en ekki annarra.“

Sigurður Guðni telur að RÚV hefði mátt vanda fréttaflutninginn betur.

„Ríkisútvarpið verður svo að venja sig við sannleika sérhvers máls og þá staðreynd að sannleikurinn er stundum annar en sá sem á borð er borinn, jafnvel af lögmönnum með rangan hatt eða engan, eins og koma mun síðar í ljós í öðru og óskyldu máli“

Sigurðarnir hafa nýlega tekist á sökum annars máls, en Sigurður Arnar gagnrýndi nafna sinn fyrir að birta gögn úr máli Þórhildar Gyðu Arnardóttur gegn knattspyrnumanninum Kolbeini Sigþórssyni, en hún kærði hann árið 2017 fyrir kynferðisbrot og líkamsárás.

Sjá nánar – Formaður Lögmannafélagsins gagnrýnir færslu Sigurðar – „Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta“

Hvað gengur fréttastofunni til með þessu?

Fyrrum þingmaðurinn og lögfræðingurinn Björn Bjarnason gagnrýndi einnig þessa framsetningu og veltir fyrir sér hvað fréttastofunni gekk til.

„Þegar þessi frétt var flutt og fyrst sett inn á ruv.ís var punkturinn sá að formaður Lögmannafélagsins hefði þá skoðun að um ólöglega kosningu í NV-kjördæmi hefði verið að ræða. Þannig var fréttin einnig kynnt í hádegisfréttum 2. október og Sigríður Hagalín borin fyrir henni. Þegar fréttin var síðan lesin kom í ljós að formaðurinn er lögmaður tveggja þingmannsefna sem una ekki úrslitunum.

Það var því brella að kynna málið á þann veg sem gert var og í sama anda og þegar Sigríður Hagalín bauð einu þingmannsefni sem telur síg eiga um sárt að binda að flytja mál sitt í Kastljósi. Hvað gengur fréttastofunni til með þessu? Hún skipar sér yst á jaðar í málinu hvað eftir annað – hvers vegna? Hitt er síðan annað mál að þeir sem sækjast eftir kjöri til alþingis og ná því ekki kjósi að telja fylgisleysi sitt lögbrot. Ættu þeir ekki frekar að kvarta undan kjósendum en teljendum atkvæða?“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!