fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Össur botnar ekki í ákvörðun landskjörstjórnar – „Ofar mannlegri rökhyggju“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. október 2021 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig sem menn líta á málið frá e-m lagatæknilegum hliðum þá er það ofar mannlegri rökhyggju að landskjörstjórn sem gefur út opinbera yfirlýsingu um að kosning hafi ekki fullnægt lagaskilyrðum gefi út kjörbréf fyrir þingmenn sem að hennar mati eru kjörnir með ófullnægjandi hætti,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, um þá ákvörðun landskjörstjórnar að gefa út kjörbréf til nýrra alþingismanna í samræmi við endurtalningu atkvæða út Norðvestur-kjördæmi, þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að nefndinni hafi ekki borist staðfesting frá yfirkjörstjórn kjördæmisins um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstaðnum hafi verið fullnægjandi.

Össur lætur þessi ummæli falla í umræðum um málið á FB-síðu Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans.

Samkvæmt stjórnarskrá er það síðan Alþingis að úrskurða um hvort svo miklir ágallar hafi verið á framkvæmd kosninga að þeir hafi haft áhrif á kosningarúrslit. Svokölluð kjörbréfanefnd verður skipuð á fyrsta fundi nýs þings og hún mun úrskurða um hvort kjörbréfin haldi.

Össur telur þetta ekki ganga upp en frekari umræður um málið má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar