fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Magnús kærir kosningarnar og birtir mynd af kærunni

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 1. október 2021 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Davíð Norðdahl, sem var frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, hefur kært kosningarnar. Hann krefst þess að kosningin í Norðvesturkjördæmi verði gerð ógild og að kosið verði aftur.

Frá þessu greinir Magnús á Facebook-síðu sinni, og birtir jafnframt mynd af kærunni sem er stíluð á Alþingi og Dómsmálaráðuneytið þar sem að það er sjálft Alþingi sem sker um hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, en ekki dómstólarnir.

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum landsmönnum að endurtalning í Norðvesturkjördæmi leiddi í ljós aðrar niðurstöður en fyrsta talning. Það varð til þess að miklar breytingar urðu á því hvaða uppbótarþingmenn kæmust á þing.

Mikið fjaðrafok hefur orðið vegna málsins, en Magnús hefur verið áberandi í að gagnrýna fyrirkomulagið. Sérstaklega vegna þess að atkvæði í kjördæminu voru óinnsigluð á milli talninga.

Í Facebook-færslu sinni í dag segir hann: „Eina leiðin til að leysa þann vanda sem við blasir er að skipa nýja og hæfa yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og endurtaka kosningarnar þannig að hafið sé yfir allan vafa að farið sé eftir lögum og reglum. Það er sanngjörn og réttmæt krafa okkar frambjóðenda og ekki síst kjósenda í kjördæminu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar