fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Egill og Gunnar Smári deila hart – „Æ slakaðu nú á Smári. Þú varst sjálfur aðalhúskarlinn hjá Jóni Ásgeiri“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. janúar 2021 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri ævisögu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns er því haldið fram að Davíð Oddsson hafi lofað Páli Magnússyni embætti útvarpsstjóra er hann var forsætisráðherra. Páll hafnar þessu með öllu. Vísir.is greindi frá. Jóhann Hauksson blaðamaður deilir fréttinni á Facebook og rifjar upp að hann viðraði þá söguskoðun í bók sinni Þræðir valdsins (2011), að ákvörðun um að ráða Pál útvarpsstjóra hafi á sínum tíma verið tekin áður en embættið var auglýst.

Undir færslu Jóhanns (sjá tengil neðst í frétt) eru líflegar umræður. Fjölmiðlamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Egill Helgason staðhæfa að Páll Magnússon hafi verið langhæfasti umsækjandinn um stöðu útvarpsstjóra á þessum tíma. Egill hefur sig meira frammi í þeirri umræðu og skrifar:

„Páll var náttúrlega mjög hæfur í þetta embætti eftir langan feril í fjölmiðlum. Hann var flæmdur af Stöð 2 þegar allt ruglið upphófst þar í kringum NFS og fleira. Páll varaði við öllu því bixi og hafði auðvitað rétt fyrir sér. Ég á voða erfitt með að sjá að eitthvað bogið hafi verið við ráðningu hans.“

Jóhann Hauksson svarar honum:

„Árið 2005 kom meira að segja frá ráðuneyti Þorgerðar að reynsla af fjölmiðlarekstri skipti mestu við ráðningu útvarpsstjóra. Í ársbyrjun 2014 skipti mestu máli að menn hefðu reynslu af rekstri leikhúsa við ráðningu í stöðu útvarpsstjóra. Sex árum síðar fannst stjórnvöldum að mestu máli skipti skipti reynsla af lögreglumálum við ráðningu útvarpsstjóra. Kantu annan Egill?“
Egill:
„Þetta er útúrsnúningur. Ætlarðu líka að fara klína einhverju spillingarorði á Magnús Geir og Stefán? (Um Pál má reyndar segja að hann stóð þétt að baki fréttahluta RÚV og þeim hluta sem laut að þjóðmálaumræðu – hann hafði hins vegar minni áhuga á útvarpshlutanum sem var kannski svolítill ljóður á ráði hans.). Páll var reyndar fyrsti útvarpsstjórinn sem hafði einhverja alvöru fjölmiðlareynslu en hann hafði líka reynslu af rekstri – í seinni tíð virðist hið síðastnefnda vera orðið höfuðatriði í ráðningu útvarpsstjóranna. Menn eins og Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson og Heimir Steinsson voru fyrst og fremst dálítið gamaldags menningarvitar.“
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, blandar sér í umræðuna og uppnefnir Egil „húskarl borgarastéttarinnar“:
„Fyndið að lesa hér húskarla borgarastéttarinnar mæra þá yfirboðara sem flokkurinn sendir þeim hverju sinni.“

„Þú varst sjálfur aðalhúshúskarlinn“

Af þessu spretta hvöss og langvinn orðaskipti milli Egils og Gunnars Smára. Egill segir Gunnar Smára sjálfan hafa verið aðalhúskarl Jóns Ásgeirs en Gunnar Smári reynir að núa Agli því um nasir að hann hafi falast eftir vinnu hjá Nyhedavisen, fríblaðinu danska sem Gunnar Smári stjórnaði um skeið útgáfu á. Egill segir:

„“Húskarla borgarastéttarinnar“ – æ slakaðu nú á Smári. Þú varst sjálfur aðalhússkarlinn hjá Jóni Ásgeiri. Eða kannski voruð þið báðir frekar eins og „nýríki Nonni“ en „borgarastétt“? Þú fékkst gríðarlega vel borgað fyrir, varst með í útrásarleiknum og gekkst fús erinda JÁJ og hans manna og varst að springa úr hroka og yfirlæti. Tilvitnun: „Ég hef ekkert að gera við starfsmenn sem kunna ekki á excel.“ Fékkst frelsi til að gera stærri glappaskot en aðrir stjórnendur fjölmiðla fyrr og síðar – NFS, Nyhedsavisen og fleira. Þegar við sögðum þessir eldri og reyndari, ég og Palli til dæmis, að þetta væri vitleysa og færi allt lóðbeint á hausinn var svarið að við skildum þetta ekki og að einhverjir spekingar hefðu gert úttekt á fyrirtækinu og sumir starfsmenn væru ekki nógu miklir „team players“. Mér er sérstaklega minnisstætt símtalið þegar þú spurðir mig hvort ég ætlaði að „draga alla óvini fyrirtækisins“ í sjónvarpið. Ég hváði – sagðist ekki kannast við að sjónvarpsstöð ætti óvini. En svo fattaði ég – þú varst að tala um Baug.. Mér hafði semsagt orðið á að taka í Silfur Egils fólk sem var andsnúið Baugssamsteypunni. Það er allt góðu að vera sósíalisti, algjör óþarfi að láta eins og fortíð manns sé ekki til, hún komi málum ekki við og sé eiginlega árás á mann sjálfan. Ég hef nú frekar lítið verið að nefna þetta – en í guðanna bænum hættu að vera svona orðlljótur og dómharður um annað fólk, líkt og flestir séu annað hvort aumt eða illgjarnt þý. Það hittir bara þig sjálfan fyrir.“

Gunnar Smári segir svarar þessu í löngu máli og segist vanur heimskulegum athugasemdum frá Agli þegar hann sé að koma sér í mjúkinn hjá fínu fólki. Hér er brot úr þeirri ræðu:

„Þessi tilvitnun í excel er í einkasamtali okkar þar sem þú varst að falast eftir vinnu hjá Nyhedsavisen, taldir upp kosti þína sem blaða- og fjölmiðlamanns, sem voru nokkrir. Ég benti þér á að ég starfaði ekki á ritstjórn, heldur væri ég hjá móðurfyrirtæki útgáfufélagsins og þar væru tveir menn í vinnu sem mest unnu á excel við að fylgjast með fjárhagnum annars vegar og uppbyggingu dreifikerfisins hins vegar. Ég hef sé þig nokkrum sinnum vitna til þessa samtals um hversu vitlaus ég er, en ég hef ekki séð neina ástæðu til að leiðrétta þetta rugl, er vanur allskonar heimskulegum athugasemdum frá þér þegar þú ert að reyna að troða þér í mjúkinn hjá fólki sem þú heldur að sé fínt.“

Egill segir Gunnar Smára hafa valkvætt minni. Jakob Bjarnar segir Egill einatt bregðast ókvæða við ef Ríkisútvarpið er gagnrýnt með einhverjum hætti.

Hér hefur aðeins verið talið upp brot af þessum áhugaverðu deilum. Sjá nánar með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/johann.hauksson.3/posts/10222097034007724

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“