fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá janúar til nóvember á síðasta ári fengu 2.460 manns fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg. Á sama tíma árið 2019 var fjöldinn 2.125.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svar Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðs borgarinnar, við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að reiknað sé með að margir atvinnulausir einstaklingar muni missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun á árinu og þurfi að leita eftir fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá borginni. Því er spáð að það fjölgi um hátt í 500 í þessum hópi á milli ára.

„Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hefur aukist mikið í kjölfar Covid-19 og er um 32% aukning á fjölda þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu á vegum borgarinnar á milli ára. Í júlí 2019 fengu 1.067 slíka aðstoð en í júlí í fyrra voru þeir 1.408,“ er haft eftir Hólmfríði Helgu sem benti á að rúmlega þriðjungur þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sé atvinnulaus og án bótaréttinda.

Erlendum ríkisborgurum, sem þiggja fjárhagsaðstoð, hefur fjölgað umtalsvert og voru þeir 40% umsækjenda í árslok 2020.

„Auk þess að gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun í hópi þeirra sem eru atvinnulausir er gert ráð fyrir að margir þeirra sem missa bótarétt hjá Vinnumálastofnun muni leita eftir framfærslu í gegnum fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Spá fyrir 2021 tekur mið af þessu en í áætlun ársins er gert ráð fyrir mikilli fjölgun notenda, eða að fjöldi þeirra aukist úr 1. 375 á mánuði í 1.852 árið 2021 sem er um 35% fjölgun. Þess ber að geta að regluverk varðandi atvinnuleysisbætur og fjárhagsaðstoð er ólíkt. Þeir sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum eiga ekki allir rétt á fjárhagsaðstoð, meðal annars vegna þess að tekjur maka hafa áhrif á þann rétt,“ segir í svari Hólmfríðar að sögn Morgunblaðsins.

Samkvæmt áætlunum velferðarsviðs er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem missa bótarétt á árinu fari lækkandi þegar líður á árið og verði frekar lágt í árslok. Ein af ástæðunum er að þess er vænst að það dragi úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á hagkerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG