fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Kolbrún vill Katrínu áfram sem forsætisráðherra – „Það væri beinlínis fáránlegt ef þessir flokkar héldu ekki áfram samstarfi“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 09:00

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar í leiðara dagsins að þjóðin hafi kinkað samþykkjandi kolli um áframhaldandi samstarf ríkisstjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. „Það væri beinlínis fáránlegt ef þessir flokkar héldu ekki áfram samstarfi sem hefur í aðalatriðum verið farsælt. Mikilvæg verkefni bíða og má þar nefna að viðhalda þarf hinum margumrædda efnahagslega stöðugleika, en um það var einmitt kosið,“ skrifar Kolbrún.

Þá segir hún ljóst að aðgerðir vegna loftslagsmála verða eitt brýnasta verkefni næstu ríkisstjórnar. Að mati Kolbrúnar blasir við að þeir stjórnmálaflokkar sem viðurkenna ekki að aðgerða er þörf í þessum málaflokki muni innan tíðar hrekja frá sér unga og hugsjónamikla kjósendur og hljóta harðan dóm sögunnar. Allir flokkarnir munu því vilja taka til hendinni á þeim vettvangi.

„Því verður ekki trúað að þar ætli menn sér að standa áhugalausir og geispandi gagnvart þeim hörmungum sem blasa við heimsbyggðinni vegna loftslagsbreytinga.“

Auk áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs þá segir Kolbrún það einnig augljóst að þjóðin vilji Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra. Ekkert bendi til að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson horfi til forsætisráðuneytisins.

„Enda væru þeir bjánar ef þeir áttuðu sig ekki á styrk og vinsældum Katrínar. Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar búa örugglega yfir pólitískum metnaði til að verða forsætisráðherra, en það væri glapræði af þeim að stefna að því núna. Sjálfir virðast þeir gera sér grein fyrir því, sem sýnir að þeir eru jarðbundnir, skynsamir og með gott stöðumat.“

Þá er alveg ljóst að Kolbrúnu finnst mikið til Katrínar koma.

„Katrín Jakobsdóttir hefur verið einstaklega farsæll forsætisráðherra og nýtur virðingar þvert á flokkslínur. Hún er réttsýn, sanngjörn og skarpgreind. Svo hefur hún góða kímnigáfu, sem er mikilvægur eiginleiki sem of fáir stjórnmálamenn hafa. Flokkur Katrínar á að vera stoltur af henni og standa með henni – alveg eins og þjóðin gerir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu