fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Bryndís virðist skjóta létt á bálreiðan Vilhjálm – „Og já, ég elska hunda“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. september 2021 18:00

Bryndís Haraldsdóttir á hinum eftirsótta vinnustað, Alþingi. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grjótharður reiðilestur Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrverandi þingmanns, Sjálftæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í gær, hefur vakið gífurlega athygli.

Vilhjálmur, sem segist hættur afskiptum af stjórnmálum, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa niðurlægt sig og svikið. Hann rekur þá sögu er hann var tvisvar færður niður á framboðslista flokksins eftir sigur í prófkjöri, til að rýma fyrir konum í flokknum.

Sjá einnig: Vilhjálmur hraunar yfir flokkinn sinn

Vilhjálmur fer meðal annars hörðum og vægast sagt óvirðulegum orðum um þingkonuna Bryndísi Haraldsdóttur í eftirfarandi hluta greinar sinnar:

„Runkið með listann skipti þessa menn ekki máli, þeir höfðu loforð um það. En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð.

Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var niðurlægður, var fallinn af Alþingi í snemmbúnum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl.

Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““

Segist vanda sig í samskiptum við fólk

Bryndís Haraldsdóttir birti í dag opna færslu á Facebook með myndaröð af sér í félagsskap hunda. Auðvelt er að lesa pillu til hins reiða Vilhjálms í svohljóðandi stuttri færslu Bryndísar:

„Ég er þakklát öllum þeim sem treysta mér til góðra verka. Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk. Og já ég elska hunda“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!