Alls taka 25 nýir þingmenn sæti á Alþingi á næstunni og eðli málsins samkvæmt munu 25 fyrrum þingmenn þurfa frá að hverfa. Sumir eru að hætta að sjálfsdáðum en aðrir náðu ekki kjöri í nýliðnum þingkosningum.
Slík endurnýjun kostar þó sitt því samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis eiga þingmenn rétt á biðlaunum eftir að þingmennskunni lýkur. Launin eru jafnhá þingfarakaupi eða 1.285.411 kr. á mánuði.
Réttindin eru á þá leið að hafi þinnmenn setið aðeins eitt kjörtímabil á viðkomandi rétt á þriggja mánaða biðlaunum en ef kjörtímabilin eru fleiri þá öðlast viðkomandi rétt á biðlaunum í sex mánuði. Alls eiga fimmtán fráfarandi þingmenn rétt á biðlaunum í sex mánuði en tíu þingmenn fá biðlaun í þrjá mánuði.
Sex mánaðabiðlaunin hljóða því upp á 7,7 milljónir króna í heildina en þriggja mánaða biðlaunin upp á 3,85 milljónir. Heildarkostnaður við biðlaunin nemur því um 154 milljónum króna.
Rétt er að geta þess að ef fráfarandi þingmennirnir byrja í öðru starfi á tímabilinu þá fellur rétturinn til biðlaunanna niður.
Albertína F. Elíasdóttir, Samfylkingin – 3 mánuðir
Anna K. Árnadóttir, Miðflokkurinn – 3 mánuðir
Ari T. Guðmundsson, VG – 6 mánuðir
Ágúst Ó.Ágústsson, Samfylkingin – 3 mánuðir
Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokkurinn – 6 mánuðir
Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingin – 6 mánuðir
Guðmundur A. Thorsson, Samfylkingin – 3 mánuðir
Gunnar B. Sveinsson, Miðflokkurinn – 6 mánuðir
Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar- 3 mánuðir
Jón Þór Ólafsson, Píratar – 6 mánuðir
Jón S. Valdimarsson, Viðreisn – 6 mánuðir
Karl G. Hjaltason, Miðflokkurinn – 3 mánuðir
Kolbeinn Ó. Proppé, VG – 6 mánuðir
Kristján Þ. Júlíusson, Sjálfstæðisfl. – 6 mánuðir
Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG – 6 mánuðir
Ólafur Ísleifsson, Miðflokkurinn – 3 mánuðir
Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokkurinn – 6 mánuðir
Rósa B. Brynjólfsdóttir, Samfylkingin – 6 mánuðir
Sigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisfl. – 6 mánuðir
Sigurður P. Jónsson, Miðflokkurinn – 3 mánuðir
Silja D. Gunnarsdóttir, Framsókn – 6 mánuðir
Smári McCarthy, Píratar – 6 mánuðir
Steingrímur J. Sigfússon, VG – 6 mánuðir
Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn – 3 mánuðir