fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Talningaklúðrið í Norðvestur setti Twitter á hliðina – Karl Gauti og Magnús kæra kosninguna

Heimir Hannesson
Mánudaginn 27. september 2021 11:33

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjaltason hefur ákveðið að kæra framkvæmd talningarinnar í Norðausturkjördæmi í gær til lögreglu. Þetta staðfesti hann nú í morgun eftir að formaður yfirkjörstjórnar viðurkenndi að atkvæðin þar hafi ekki verið innsigluð á milli talningar sem leiddi í ljós smávægilegan mun á niðurstöðu, en þó nóg til að fella Karl úr jöfnunarsæti.

Uppfært: 11:50 Magnús Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur einnig sagst ætla að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og mun krefjast þess að kosið verði upp á nýtt í kjördæminu.

Þykir nú ljóst að að ekki hefur verið settur endapunktur við Alþingiskosningarnar sem fram fóru í gær.

Í gær ákvað yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi að eigin frumkvæði að telja atkvæðin úr öllu kjördæminu upp á nýtt. Sú talning leiddi í ljós minniháttar skekkju sem þó dugði til þess að riðla röðun jöfnunarmanna í kjördæminu sem svo hafði keðjuverkandi áhrif á röðun jöfnunarmanna um allt land.

Uppstokkunin var svona:

Miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason kom inn í staðinn fyrir Guðmund Gunnarsson hjá Viðreisn í Norðvestur.

Í Reykjavík norður datt hin 21 árs gamli Pírati Lenya Rún Taha Karim út og Jóhann Páll Jóhannsson kom inn fyrir Samfylkinguna.

Í hinu Reykjavíkurkjördæminu kom Orri Páll Jóhannsson inn fyrir VG og Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Samfylkingunni fór út.

Hólmfríður Árnadóttir í VG vék þá fyrir Viðreisnarmanninum Guðbrandi Einarssyni í Suðurkjördæmi.

Í Suðvesturkjördæmi datt þá að lokum Miðflokksmaðurinn Karl Gauti Hjaltason út en inn kom Gísli Rafn Ólafsson í Pírötum.

Engin breyting varð á röðun þingmanna í Norðausturkjördæmi.

Við þessa uppstokkun fækkaði konum á þingi úr 33 í 30, og missti kvenkynið þannig meirihluta sinn á þingi, þann fyrsta í Evrópu. Þó ekki fyrr en búið var að senda tilkynningar þess efnis um víða veröld og margir af heimsins fjölmiðlum búnir að birta fréttir um áfangann.

Þung orð hafa síðan fallið um framkvæmd talningarinnar í kjördæminu og á það meðal annars bent að kosningasvindl fari yfirleitt fram við talningu atkvæða, en ekki í atkvæðagreiðslunni. Þó skal það tekið fram að enginn hefur beinlínis ásakað yfirkjörstjórn í kjördæminu um neitt misjafnt.

Í gærkvöldi staðfesti Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni, en vísaði í því sambandi á „hefð“ um að gera það ekki. Komið hefur fram að kjörgögnin voru skilin eftir í talningarherberginu á Hótel Borgarnesi.

Í samtali við DV segir Magnús Davíð Norðdahl að þetta kunni að rýra trúverðugleika kosninganna, en tók það þó sérstaklega fram að hann hafi aldrei haldið því fram að mistökin hafi verið gerð af illum hug, eða af ásetningi. „Þetta snýst um trúverðugleika kosninganna.“ Magnús hefur jafnframt haldið því fram að kjósa verði aftur í kjördæminu.

Landskjörstjórn hefur nú boðað fund í dag þar sem óskað verður eftir skýrslu um talningu atkvæða í kjördæminu. Á dagskrá þess fundar verður jafnframt ósk fjögurra flokka um að talið verði aftur í Suðurkjördæmi, en þar munar aðeins örfáum atkvæðum á samskonar uppstokkun á röðun uppbótarmanna sem, eins og í gær, gæti orsakað keðjuverkun þvert á kjördæmin í landinu.

Eins og við var að búast lagðist Twitter á hliðina við fréttir af atganginum í Norðvesturkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“