Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Rúmlega 53% svöruðu ekki spurningu um hvort þeim finnist að lækka eigi laun þingmanna eða hækka. Um 7% svarenda tóku ekki afstöðu.
Laun þingmanna eru nú 1.285.411 krónur á mánuði. Ofan á þetta bætast síðan ýmsar greiðslur.
Það er helst yngsti aldurshópurinn sem vill að launin lækki en tæplega 40% fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi lækka þau mikið.
Greinilegur munur er á afstöðu svarenda þegar horft er til menntunar þeirra. Rúmlega helmingur þeirra sem hefur lokið grunnskólaprófi vildi lækka laun þingmanna en 30% þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi.
Sama er uppi á teningunum þegar litið er til tekna fólks. Fólk með lágar tekjur er mun líklegra til að vilja lækka laun þingmanna en þeir sem eru með háar tekjur.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins var líklegast til að vilja hækka laun þingmanna eða halda þeim óbreyttum, eða 21%. Stuðningsfólk Flokks fólksins og Sósíalistaflokks Íslands var langlíklegast til að vilja lækka þau.
Könnunin var send til 2.500 manns og svöruðu 1.244.