Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. 48,4% vilja fækka lífeyrissjóðunum mikið og 29,4% vilja fækka þeim aðeins. Rúmlega 20% vilja hvorki fækka né fjölga sjóðunum. Tæplega 2% vilja fjölga þeim.
Tæplega fjórðungur tók ekki afstöðu.
Karlar eru mun hlynntari fækkun sjóðanna en konur en tæplega 60% þeirra vilja fækka þeim mikið en hjá konum er hlutfallið 36%.
Eldra fólk er mun hlynntara fækkun sjóða en yngra fólk. Helmingur fólks á aldrinum 18 til 24 ára vill halda fjölda þeirra óbreyttum en 8% vilja fjölga þeim mikið. 64% fólks 65 ára og eldri vilja fækka sjóðunum mikið.
Eins og nýlega kom fram í fréttum var rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna um 25 milljarðar á síðasta ári. 8,4 milljarðar af þeirri upphæð fara í rekstur skrifstofa og stjórnun.
2.500 manns fengu könnunina senda og svöruðu 1.244.