Á morgun fara fram alþingiskosningar og eru margir Íslendingar á nálunum vegna þess. Ríkisstjórnin hefur sótt í sig veðrið seinustu daga og virðast ætla að ná áframhaldandi meirihluta á þingi.
Þó er ljóst að þetta verður tæpt. Nýir flokkar hafa bæst við í flóruna frá seinustu kosningum og virðast vinstri-flokkarnir vera gjarnir til í samstarf en líklegt er að það þurfi allt að fimm flokka í ríkisstjórn til að ná í vinstri-stjórn.
Það eru ekki allir ákveðnir í því hvað þeir ætla að kjósa og margir ákveða það ekki fyrr en þeir eru mættir í kjörklefann. Stjórnmálaflokkarnir hafa eytt gífurlegum upphæðum í auglýsingar og því ættu allir að þekkja helstu stefnumál flokkanna.
Á Twitter tjá sig gríðarlega margir um kosningarnar og tók DV saman nokkur af skemmtilegustu tístunum sem hafa komið seinasta sólarhringinn.
Hjálp. pic.twitter.com/0qL98VpNHP
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 24, 2021
Er meir að ströggla við fantasy breytingar þessa helgina en hvaða flokk ég á að kjósa
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) September 24, 2021
Þegar þú velur flokk ertu bara að velja þér stellingu. Sama hvað þú kýst, það er verið að fara ríða þér.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) September 24, 2021
"14 mögulegar ríkisstjórnir og Framsókn í öllum nema einni" ætti að vera titill á kennslubók um íslensk stjórnmál pic.twitter.com/lvV8kAkZYE
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) September 24, 2021
Miðað við kannanir ætla ég að veðja á að það verði kosið aftur í febrúar.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 23, 2021
Það er rosalegur dagur í fótboltanum á morgun. Ég minni því mitt fólk á að kjósa utan kjörfundar í Smáralind eða Kringlunni til kl 22 í dag. xB pic.twitter.com/cBatYaAzus
— Willum Þór Þórsson (@WillumThor) September 24, 2021
ég er að fara að kjósa í fyrsta skipti í alþingiskosningum og í fyrsta skipti á kjördag á morgun. er skrítið að ég sé eiginlega bara fáránlega spennt?
— karitas m. b. (@kaerleikurinn) September 24, 2021
Ég vildi að mér mundi líða geðveikt vel gagnvart einhverjum stjórnmálaflokki, bara virkilega vera spenntur að kjósa eitthvað sem ég djúpa trú á. En ég, eins og vafalítið margir aðrir, þarf að sætta mig við að kjósa eittuhvað sem mér finnst bara fínt. Eitthvað skárra en annað.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 24, 2021
Næsta ríkisstjórn, mín spá:
For: Bjarni B (D)
Utanr: Þorgerður K. (C)
Menntam: Katrín J (V)
Sjá/land: Sigurður Ingi (B)
Heilb: Guðlaugur Þ (D)
Samg: Þórdís (D)
Iðn/nýsk: Lilja D (B)
Fél: Ásmundur E (B)
Umhv: Svandís (V)
Dóm: Þorbjörg (C)— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) September 24, 2021