Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 14,7% og er flokkurinn því næststærsti flokkurinn samkvæmt þessu. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 12,2% og fylgi VG 10,7%.
Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist 43% og er ríkisstjórnin því fallin.
Fylgi Viðreisnar mælist 9,3%, Sósíalistar mælast með 6,9%, Miðflokkurinn með 6,6% og Flokkur fólksins með 5,2%. Fylgi Frjálslynda lýðræðisflokksins mælist 1,1%.
Miðað við niðurstöður könnunarinnar fá níu framboð þingmenn kjörna. Ef það gengur eftir verður um met að ræða í sögu þingsins.
Könnunin var gerð 17. til 21. september og var úrtakið 2.500 manns og svöruðu 1.244 eða tæplega 50%.