Rúmlega 40 prósent kjósenda vill að Katrín Jakobsdóttir sitji áfram í stóli forsætisráðjerra á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í niðurstöðum Íslensku kosningarannsóknarinnar – ÍSKOS sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands birti á vef sínum í dag.
Katrín hefur mikla yfirburði yfir aðra stjórnmálaleiðtoga því afar langt bil er í næsta stjórnmálamann. Það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, en rúmlega 13 prósent vilja Bjarna sem forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. Þriðji er Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, en rúmlega 10 prósent kjósenda vilja sjá hann í sæti forsætisráðherra eftir kosningar.
Stóru tíðindin eru þau að tæplega helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill að Katrín leiði næstu ríkisstjórn sem hlýtur að vera verulegt áfall fyrir Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn korter í kosningar.
Nánar má kynna sér framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar hér.