Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Boga Nils. Hann sagði að ef þetta gangi eftir muni það vera mjög jákvætt og mikilvægt skref fyrir Icelandair og viðskiptalíkan fyrirtækisins. Þá verði heildarkerfið komið í gang. Bandaríkjamarkaður sé mjög mikilvægur fyrir félagið því það vinni með tengimódel í flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Icelandair hefur haldið uppi flugi til Bandaríkjanna allan faraldurinn en um tíma var eingöngu flogið til Boston. Flogið hefur verið til fleiri áfangastaða að undanförnu enda hefur komum bandarískra ferðamanna hingað til lands fjölgað.
Bogi sagði að nú þurfi að sjá hvernig markaðurinn bregst við og bregðast við því.