fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bogi segir gjörbyltingu að opnað verði fyrir ferðalög til Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 08:00

Bogi Nils Bogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega verður opnað fyrir ferðir bólusettra Evrópubúa til Bandaríkjanna en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur verið lokað fyrir ferðalög til Bandaríkjanna í um 18 mánuði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þetta sé „gjörbylting á ástandinu“.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Boga Nils. Hann sagði að ef þetta gangi eftir muni það vera mjög jákvætt og mikilvægt skref fyrir Icelandair og viðskiptalíkan fyrirtækisins. Þá verði heildarkerfið komið í gang. Bandaríkjamarkaður sé mjög mikilvægur fyrir félagið því það vinni með tengimódel í flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Icelandair hefur haldið uppi flugi til Bandaríkjanna allan faraldurinn en um tíma var eingöngu flogið til Boston. Flogið hefur verið til fleiri áfangastaða að undanförnu enda hefur komum bandarískra ferðamanna hingað til lands fjölgað.

Bogi sagði að nú þurfi að sjá hvernig markaðurinn bregst við og bregðast við því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt