fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Líkja Kristrúnu við Trump vegna viðbragða við spurningum fjölmiðla um hlutabréfaviðskipti

Eyjan
Mánudaginn 20. september 2021 22:00

Kristr- Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður og vonarstjarna flokksins, fær það óþvegið á Twitter fyrir viðbrögð sín við tilraunum miðilsins sem og Morgunblaðsins að fjalla um hlutabréfaviðskipti sem hún hagnaðist verulega á, sem starfsmaður Kviku banka, áður en hún sneri sér að stjórnmálum. Er Kristrúnu meðal annars líkt við Donald Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna, sem sakaði tiltekna fjölmiðla iðulega um að vera með horn í síðu sinni.

Svaraði ekki blaðamanni

Eins og DV greindi frá í kvöld fór Kristrún mikinn á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem að hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samatekin ráð gagnvart sér vegna spurninga og umfjöllunar miðlanna um þessi persónuleg fjármál hennar.

„Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun og ástæðan fyrir því að margt ungt fólk veigrar sér við pólitískri þátttöku. Svona fréttamennska er bara til þess fallin að kúga fólk frá lýðræðislegri þátttöku. Ég ætla ekki að leggjast flöt fyrir þessu, þið getið gleymt því,“ sagði Kristrún herská.

Eins og áður segir snýst málið um meintar kaupaukagreiðslum sem Kristrún fékk sem starfsmaður Kviku banka en Viðskiptablaðið velti því upp að hagnaður frambjóðandans gæti hafa hlaupið á 50 – 100 milljónum króna. Þá kom fram að blaðamaður Viðskiptablaðsins hefði reynt að ná sambandi við Kristrínu í nokkra daga, með símtölum og sms-skilaboðu án árangurs. Kristrún hafi síðan kosið að svara fyrir sig með áðurnefndri eldræðu á Twitter

Sakaði nafnlausa dálkahöfunda um kúgun

Þar sagðist Kristrún  hafa fjárfest sínu eigin sparifé til hlutabréfakaupanna án þess þó að geta þess, að sögn Viðskiptablaðsins, að hún fékk bréfin á verulegum afslætti í krafti stöðu sinnar.

Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem Kristrún hjólar í Viðskiptablaðið en í fyrra skiptið var hún afar ósátt við nafnlausa dálkahöfunda blaðsins sem hún sakaði um að kúga sig og aðrar konur. Ljóst er að þessi viðbrögð Kristrúnar fellur í grýttan jarðveg hjá þeim sem starfað hafa sem blaðamenn hjá Viðskiptablaðinu og þá sem deila ekki pólitískum skoðunum hennar.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins setur spurningamerki við hegðun Kristrúnar

Fyrrum blaðamaður sakar Kristrúnu um gaslýsingu

Síungur sjálfstæðismaður segir Trump vera víða

Annar netverji líkir reiðislestri Kristrúnar við Trump

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!