fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð

Eyjan
Laugardaginn 18. september 2021 14:00

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir í dag grein á Kjarnanum þar sem hann sakar eigendur félaganna MB2015 ehf.  og Lindarvatns um sýndarviðskipti og vafasama fléttu. Hann greinir frá því að í efnahagsreikningi félagsins komi fram að það hafi árið 2015 keypt hlutabréf fyrir 20 þúsund krónur á árinu en selt þau fyrir 456 milljónir á sama ári.

Grein Ragnars er að hluta til viðbragð við grein Árna Helgasonar fyrir skömmu þar sem hann lýsir þeirri skoðun að reiðin hafi tekið völdin í samfélagsumræðunni og hófsamar raddir sem bendi á að þrátt fyrir ýmsa vankanta á samfélaginu sé staðan heild góð megi sín lítils: „Úr verður einhvers konar sérkennileg keppni um að tala nógu hátt inn í reiðina. Við sjáum ákveðin merki um þetta í kosningunum sem eru fram undan. Tilfinningin er stundum sú að við séum ekki að kjósa í landi sem teljist í fremstu röð í alþjóðasamanburði, heldur landi sem er nánast í rúst, “ segir Árni.

Í grein sinni segir Ragnar að Árni sé eigandi í MB2015 ehf. og telur Ragnar að félagið hafi fengi himinháar greiðslur fyrir ráðgjöf er varðar fjárfestingu Icelandair í félaginu Lindarvatn:

„Málið snýst um Icelandair, og uppbyggingu á Landssímareitnum, sem keypti hlut í Lindarvatni á tæpa tvo milljarða árið 2015. Icelandair er búið að afskrifa fjárfestinguna að mestu leyti en hefur á sama tíma veitt vel á annan milljarð í neyðarlán til að halda því gangandi. Hótelið átti að opna árið 2017 en framkvæmdir standa enn yfir og ekki liggur fyrir hvenær verklok verða,“ segir í grein Ragnars og hann spyr hvað hafi orðið um fjárfestingu Icelandair upp á 1,9 milljarðar í Lindarvatni.

Icelandair keypti 50% í Lindarvatni og hefur miðað við það metið verðmæti félagsins á 3,8 milljarða. Ragnar rekur málið í 18 liðum í grein sinni og telur að óeðlileg hagsmunatengsl hafi ráðið för í þessum viðskiptum.

Greinina má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum