fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 07:59

Aðalheiður Ámundadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérkennileg pólitísk barátta fór fram í aðdraganda umsóknar Íslands að Evrópusambandinu og á meðan á umsóknarferlinu stóð og urðu landsmenn vitni að þessu. Stuðningsmenn aðildar lögðust í vörn og einu upplýsingarnar sem almenningur fékk vörðuðu fiskveiðar en ekki hvernig líf og lífsgæði gætu breyst með aðild.

Þetta segir Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Hún segir að almenningur hafi ekki einu sinni fengið raunverulegar upplýsingar um fiskveiðarnar því ekki var vitað hvernig þeim yrði háttað því það byggðist á samningaviðræðunum. Hún segir að árangur þeirra hafi átt að mæla út frá hversu hagstæður samningurinn yrði sjávarútvegsfyrirtækjum og kjöt- og grænmetisbændum á kostnað íslenskra neytenda. „Núna, rúmum áratug síðar, er óskiljanlegt hvernig við gátum farið svona skakkt af stað í þetta mikilvæga verkefni. Umræðan um aðild að Evrópusambandinu, kosti hennar og galla, hefur því miður að mestu leyti leyst upp í hártoganir og ágreining sem fáir skilja, eða farið upp á plan hagfræðinga með hugtökum sem venjulegir borgarar eiga erfitt með að átta sig á,“ segir hún.

Hún segir að minnst tveir flokkar, sem bjóða fram til Alþingis að þessu sinni, styðji aðilda að ESB. Þeir verði að ná að tala við þjóðina á mannamáli um hagsmuni venjulegs fólks ef einhver árangur á að nást í þessu baráttumáli þeirra.

„Það kann að virðast fjarstæðukennt, en þeir Íslendingar eru til sem hafa áhuga á öðru en hagsmunum íslenskra útgerðarfyrirtækja og bænda. Baráttufólk fyrir ESB-aðild þarf að halda stjórn á umræðunni og koma því út í kosmósið hvernig áhrif aðild hefði á vöruverð til íslenskra heimila og hvaða áhrif upptaka evru hefði á stöðugleika og vaxtastig í landinu,“ segir hún.

Því næst víkur hún að ferðum okkar Íslendinga til útlanda og hversu mikið við njótum þess að þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Einhvern veginn hvarflar samt ekki að okkur að við gætum mögulega átt þess kost að njóta slíkra gæða heima hjá okkur. Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga. Nema í huganum. Og svo er allt hitt sem aðildin hefði upp á að bjóða. Frá því að Ísland sleit aðildarviðræðunum hefur ESB veitt styrki til 13 milljóna verkefna til að efla dreifbýl svæði í aðildarríkjunum. Hið dreifbýla Ísland hefur ekkert að óttast, nema síður sé,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“