Mikið var um dýrðir þegar Píratar opnuðu kosningaskrifstofu í Reykjavík í gær. Kosningaskrifstofan er á Laugavegi 25 og er þar allt fagurlega skreytt fjólubláa litnum.
Efsta fólk á lista Pírata í Reykjavík norður eru Halldóra Mogensen, Andrés Ingi Jónsson og Lenya Rún Taha Karim.
Efsta fólk á lista Pírata í Reykjavík suður eru Björn Leví Gunnarsson, Arndís Anna Kristíndardóttir Gunnarsdóttir og Halldór Auðar Svansson.