Tólf félagasamtök og fjöldi einstaklinga hafa þegar skrifað undir yfirlýsingu þar sem mótmælt er skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar Útlendingamála og skorað áð hann að segja af sér. Enn stendur undirskriftastöfnun yfir en yfirlýsingin verður send formlega á formlega á dómsmálaráðherra, nýskipaðan formann kærunefndar sem og umboðsmann Alþingis seinna í vikunni.
Meðal þeirra félagasamtaka sem skrifa undir eru Samtökin 78, Réttur Barna á Flótta og No Borders Ísland.
„Í starfi sínu sem settur forstjóri ÚTL hefur Þorsteinn m.a. deilt persónuupplýsingum skjólstæðinga stofnunarinnar án nokkurs umboðs, sett fram villandi upplýsingar í fjölmiðlum og í versta falli logið blákalt,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni, og: „Þolendur mansals hafa einnig þurft að þola harðlínustefnu Þorsteins Gunnarssonar í málefnum flóttafólks, en helst má nefna nýleg mál Uhunoma Osayomore og Blessing Newton. Starfsfólk Stígamóta sendi meðal annars frá sér grein þar sem afgreiðsla ÚTL á málum þolenda mansals er gagnrýnd.“
Yfirlýsinguna má lesa hér í heild sinni.