fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Erjurnar í Silfrinu draga dilk á eftir sér: Sólveig segir Diljá vera „ómerkilegan pólitískan loddara“ – Diljá svarar og segir árás hennar óboðlega

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 20:30

Samsett mynd: Sólveig og Diljá

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, var í sviðsljósinu í Silfrinu á RÚV í dag er hún gagnrýndi hugmyndir um stóreignaskatt. Máli sínu til stuðnings gaf hún dæmi um tekjulitla ekkju sem gæti þurft að selja húsið sitt og eigur sínar ef þessi skattleið yrði farin.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, og Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, gagnrýndu þennan málflutning Diljár og sögðu dæmið um ekkjuna hæpið.

Sjá einnig: Diljá sakaði Gunnar Smára um að fara með falskar fullyrðingar – „Sannleikurinn hefur aldrei vafist mikið fyrir þér“

Erjurnar úr Silfrinu virðast þó ekki vera búnar, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, skrifaði færslu á Facebook þar sem hún fer hörðum orðum um frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hún segir Diljá vera alveg sama um raunverulegar verka- og láglaunakonur, og heldur því fram að hún sé „ómerkilegur pólitískur loddari“.

Í pistli Sólveigar segir:

„Diljá Mist vill að við verðum döpur og hnuggin yfir þessari hýpóþetísku gömlu konu. En Diljá Mist stendur nákvæmlega sama um þær raunverulegu verka og láglaunakonur sem eiga ekki krónu með gati, þær raunverulegu konur sem eru fangar hinnar viðbjóðslegu samræmdu láglaunastefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn og auðvalds-eigendur hans viðhalda með kjafti og klóm, fangar þess kerfis sem nærist á því að arðræna og kúga konurnar sem halda umönnunarkerfunum okkar gangandi og búa til hagvöxtinn með vinnu sinni á hótelunum, í fiskvinnslunni osfrv.“

Líkt og áður segir fer Sólveig ekki fögrum orðum um Diljá, en jafnframt kallar hún Sjálfstæðisflokkinn spillingarklúbb. Hún segir:

„Diljá Mist er ekkert annað en ómerkilegur pólitískur loddari. Ég vona af öllu hjarta að hún og þessi ömurlegi arðráns og spillingarklúbbur sem hún tilheyrir, Sjálfstæðisflokkurinn, missi þau eitruðu völd sem þau hafa í samfélaginu okkar.“

Diljá svarar fyrir sig

Blaðamaður leitaði eftir viðbrögðum Diljár við þessari færslu Sólveigar, og hún svaraði fullum hálsi:

„Málflutningur formanns Eflingar, þessa öfgasinnaða sósíalista, hann dæmir sig bara sjálfur, og er dæmigerður fyrir sósíalista: uppfullur af hatri.“

Þá bætti hún við að henni þætti óboðlegt fyrir unga manneskju eins og sig, sem er að taka þátt í stjórnmálum að „sæta svona harkalegum árásum frá einni valdamestu konu landsins fyrir það eitt að viðra skoðanir sínar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum