fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Arnar hefur lítið álit á íslenskum landbúnaðarvörum – „Eins og sambland af latexi og smjöri“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. september 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur landbúnaðar gæti lært mikið af aðferðum og venjum í franskri vínrækt, að mati Arnars Sigurðssonar, víninnflytjanda, sem meðal annars hefur verið í fréttum vegna netvínbúðar sinnar, Santewines. Arnar var í viðtali við Björn Jón Bragason í þættinum Saga og samfélag á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á föstudagskvöld en þáttinn má sjá hér.

Arnar bendir á að í frönsku vínræktinni sé varan kennd við upprunastað sinn, til dæmis kemur kampavín frá Champagne og frá Burgúndy koma rauðvín og hvítvín sem kennd eru við héraðið. „Frakkar hafa sett upp þannig kerfi að allar þeirra landbúnaðarvörur, hvort sem það eru ostar eða vín, eru kennd við upprunasvæðið, hvaðan þau koma.“

Þessa hugsun skorti algjörlega í íslenska landbúnaðarframleiðslu. Hann segir að við framleiðslu landbúnaðarafurða þurfi annaðhvort að leggja áherslu á magn og lágt verð eða á lúxusvörumarkað þar sem allt er lagt upp úr uppruna vörunnar og sérkennum. Vonlaust sé fyrir íslenskan landbúnað að keppa í magni. Sölukerfi og markaðssetning á íslensku kjöti sé hins vegar þannig að öllu ægi saman hvað snertir gæði:

„Þessu er pakkað í byggingarplast og þessu er hent í frysti og úti í búð er neytendum boðið upp á gæðahappdrætti, bara hvað þú hittir á að sé í pokanum hverju sinni,“ segir Arnar. Hann segir íslenska bændur vera mjög misduglega við ræktun sína á sauðfé og gæði jarðnæðis sé ólíkt eftir landsvæðum varðandi það að byggja upp gæðastofna. Þessa sjái hins vegar engan veginn stað á neytendamarkaði með kjöt þar sem öllu ægi saman.

„Það er enginn bóndi á Íslandi að byggja upp orðspor. Það eru engar verslanir sem eru að sérhæfa sig í kjöti,“ segir Arnar.

Eigum að þegja yfir íslenskri matarhefð

Arnar gefur lítið fyrir íslenska matarhefð: „Ég held við ættum alls ekki að minnast á neina íslenska matarhefð. Ég meina, íslenskar kótelettur í raspi, steiktar í smörlíki sko, eða hvernig allt var soðið, ég held við ættum bara að gleyma því.“

Þá segir Arnar að 5-10% af lambakjöti ætti að selja ferskt, en ekki fryst. Stór hluti af framleiðslunni sé alls ekki góð vara.

Þá segir Arnar að íslenskir ostar séu alls ekki góðir enda henti íslenska mjólkin ekki til ostagerðar. Það sé engin tilviljun að enginn íslenskur veitingastaður bjóði upp á ostavagn og engin hefð sé fyrir slíku. Þá gagnrýnir hann að verið sé að bjóða upp á íslenskar útgáfur af ostum sem bundnir eru við erlend héruð, til dæmis Camenbert og Brie.

„Þetta er bara að stela annarra manna nöfnum eða framleiðsluaðferðum og gera að okkar eigin. Íslenska mjólkin, hún hentar bara ekki til ostagerðar. Það er bara þannig. Við erum bara ekki með frá náttúrunnar hendi vöru sem stenst samanburð við þessa alvöru frönsku osta. Má segja að þetta sé einskonar sambland af latexi og smjöri,“ segir Arnar.

Erlendir ostar séu síðan ofurtollaðir til að hygla íslenskri staðgönguvöru.

Landbúnaðarkerfið vonlaust

Arnar segir að ef þetta miðstýrða íslenska landbúnaðarkerfi, sem steypi alla í sama mót, virkaði þá væri bara best að við gengjum öll í Sósíalistaflokkinn og allt samfélagið tæki á sig þessa mynd. En þannig væri það auðvitað ekki, þetta sé ekki gott kerfi:

„Ekki til meira skaðræði en sú hjálp sem íslenskir stjórnmálamenn og íslenskir embættismenn veita íslenskum bændum eða íslenskum neytendum. Auðvitað er þetta stjórnkerfi í landbúnaðinm  í rauninni bara allra tap. Það eru allir óánægðir. Bændur eru fastir í fátæktargildu, það er eitthvert kvótakerfi við lýði hér í mjólkuriðnaði og lambakjötsframleiðslu. Við erum með kvótakerfi í sjávarútvegi sem er allt annars eðlis vegna þess að þar þarf að takmarka aðgang að fiskistofnunum. En kvótakerfi í landbúnaði er bara kvótakerfi á neytendur, þú ert ekki neytandi eða einstaklingur heldur einhvers konar kvótaígildi.“

 

Þáttinn má sjá með því að smella hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu