fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Hanna minnist Styrmis – „Það er með svona ákvörðunum og aðgerðum sem fólk getur sér gott orðspor“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 3. september 2021 15:03

Hanna Katrín Friðriksson Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fór fram útför Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, en hún fór fram í Hallgrímskirkju og var fjöldi fólks viðstatt athöfnina ásamt þess að henni var streymt til þeirra sem ekki gátu mætt. Styrmir lést þann 20. ágúst síðastliðinn.

Margir hafa fallegar og yndislegar sögur að segja af Styrmi og hafa einhverjir þeirra deilt þeim á samfélagsmiðlum seinustu daga. Meðal þeirra er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem starfaði hjá Morgunblaðinu þegar Styrmir var þar.

Hanna kynntist Ragnhildi Sverrisdóttur, eiginkonu sinni, þegar hún starfaði hjá Morgunblaðinu. Styrmir reyndist þeim mjög góður á þeim tíma og svo þegar þær fluttu til Bandaríkjanna.

„Þegar ég sagði upp störfum 1999 til að fara í framhaldsnám til Bandaríkjanna, samdi Styrmir við Ragnhildi um að taka að sér fjarblaðamennsku. Ragnhildur var því blaðamaður Morgunblaðsins áfram þau ár sem við bjuggum vestra. Ég veit að fólk deplar ekki augum nú við þessar upplýsingar, en trúið mér, þetta voru tíðindi í þá daga,“ segir Hanna en á meðan þær voru úti eignuðust þær tvíbura saman.

Hanna gekk með börnin en þau fæddust fyrir tímann. Ragnhildur hafði lítil réttindi til fæðingarorlofs þar sem það var ekki algengt á þeim tíma að tvær konur væru að eignast börn saman.

„Það stöðvaði ekki Styrmi; Ragnhildur skyldi fá fæðingarorlof, skárra væri það. Þessi stuðningur Styrmir og Morgunblaðsins við okkur Ragnhildi á erfiðum tímum var ómetanlegur. Það er með svona ákvörðunum og aðgerðum sem fólk getur sér gott orðspor,“ segir hún að lokum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum