fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Sjö hundruð umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám – Þeir sem eru yfir 18 ára eiga nánast enga möguleika

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. september 2021 10:00

Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samiðn, Samband iðnfélaga, gagnrýnir harðlega stöðu iðnnáms hér á landi. Staðan er sögð svo alvarleg að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og þeir sem eru yfir 18 ára eigi nánast enga möguleika á að komast í iðnnám. Samiðn bendir á að á sama tíma og mennta- og menningarmálaráðherra tali um mikilvægi iðnnáms sé atvinnu- og nýsköpunarráðherra að vega að löggildingu iðnaðarmanna. Stjónvöld séu ekki samstíga í þessum málaflokki.

DV ræddi stuttlega við mann sem starfað hefur við pípulagnir í áraraðir en lét af störfum sem slíkur þegar ljóst varð að hann gæti ekki menntað sig til réttinda í faginu og að ferillinn myndi ekki ná hærra en handlangari. „Ég gerði þó nokkrar tilraunir til þess að klára þetta. Ég gat skráð mig í skólann, en svo þegar kemur að því að velja námskeið hjá Tækniskólanum voru þau alltaf full. Eftir tvö ár sit ég uppi með eitt námskeið í að teikna ferhyrninga og nota reglustiku,“ segir maðurinn.

„Það sem þetta kerfi gerir auðvitað er að tryggja að þeir pípulagningameistarar sem að reka í dag verktakafyrirtæki fái aldrei samkeppni,“ sagði hann jafnframt.

Ályktun Samiðnar um málið er eftirfarandi:

„Samiðn gagnrýnir harðlega stöðu iðnnáms hér á landi. Staðan er orðin mjög alvarleg þegar 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám og er það algerlega óviðunandi.

Að sama skapi gerir Samiðn athugasemdir við þá vegferð sem stjórnvöld eru í varðandi löggildingu iðngreina. Þar styður ríkisstjórnin sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Það vekur athygli að OECD horfði í skýrslu sinni eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum.

Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna. Það sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki.

Hér er einnig um brýnt neytendamál að ræða. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta iðnaðarmanna uppfylli gæðakröfur. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim störfum og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt er af yfirvöldum. Það gefur augaleið að afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf geta verið mjög alvarlegar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!