Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Aðspurð um hvort núverandi stjórn sé besti valkosturinn í hennar huga sagði hún: „Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi og við stefnum auðvitað að því og við sjáum að málflutningur okkar hann hefur svo sannarlega verið að ná í gegn.“
Hún blés á fullyrðingar um að ríkisstjórnin hafi ekki breytt miklu og hafi lagt mesta áherslu á stöðugleika. „Það er algjör þvæla,“ sagði hún um slíkar fullyrðingar.
Hún sagðist hafa verið undir töluverðu álagi og því hafi hún nýlega tekið sér hlé frá störfum af heilsufarsástæðum, það hafi verið skynsamlegt að hennar mati. „Þetta var álag og mér fannst bara brýnt að stíga þarna aðeins til hliðar,“ sagði hún.