fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Svona vill Pétur heimilislæknir hafa heilbrigðiskerfið – „Uppskriftin er einföld“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 15:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Heimisson, heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings, skrifaði pistil sem birtist í dag á Vísi. Í pistlinum talar Pétur um það hvernig honum finnst að heilbrigðiskerfið hér á landi eigi að vera.

„Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur,“ segir Pétur í upphafi pistilsins.

Hann segir að í stefnuni sé lögð mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. „Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar!“

„Uppskriftin er einföld“

Pétur hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi í langan tíma eða síðan árið 1988. „Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar?“ segir hann en honum finnst eins og aldrei hafi náðst jafn skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra.

„Uppskriftin er einföld,“ segir hann en hann vill meina að þessi svokallaða uppskrift samanstandi af fjórum aðalatriðum. Þessi fjögur atriði sem Pétur nefnir má sjá hér fyrir neðan.

  1. Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er 
  2. Byggja á lögum um þjónustuna
  3. Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir 
  4. Framfylgja stefnunni.

„Háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla“

Pétur segir að fyrstu þrjú atriðin séu klár og að vinnan við það fjórða sé hafin. Hann segir að það sé brýnt að Svandís verði áfram heilbrigðisráðherra til að verkstýra stefnuni á næsta kjörtímabili. „Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar.“

Í lokin hvetur Pétur fólk til að kjósa Vinstri græn í komandi alþingiskosningum. „Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu,“ segir hann. „Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt