fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Kosningabarátta Framsóknar hefst með látum – Vilja endurheimta frelsið – Sjáðu kosningaloforð Framsóknar í heild sinni

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 18:10

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson opnaði fund Framsóknar nú rétt í þessu þar sem kosningaáherslur flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar verða kynntar.

Kennir þar ýmissa grasa, en Sigurður hóf mál sitt á umræðu um viðbrögð ríkisins við Covid faraldrinum. „Við í Framsókn höfum talað fyrir því að allra mögulegra leiða verði leitað til þess að við getum endurheimt það frjálsræði sem við bjuggum við fyrir faraldurinn en þó alltaf með það að markmiði að vernda líf og heilsu fólks,“ sagði Sigurður meðal annars. Minntist hann á að Framsókn hefði talað fyrir hrað- og heimaprófum sem hafa nú verið leyfð og að það verði að leggja traust á þessi próf til þess að geta losnað undan takmörkunum. Þá sagði Sigurður nauðsynlegt að huga að þriðja skammtinum fyrir alla landsmenn.

Ræða Sigurðar stendur nú yfir og má horfa á hana hér að neðan.

Í tilkynningu frá Framsókn eru aðalatriði flokksins tiltekin fyrir komandi kosningabaráttu og varð hann þannig með þeim fyrstu til þess að kynna sína málefnaskrá.

Á meðal atriðanna sem Sigurður segir Framsókn ætla að leggja áherslu á eru að koma upp tómstundastyrk að fjárhæð 60 þúsunda og að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélög. Þá vill Framsókn endurskipuleggja málaflokk eldra fólks í heilu lagi og vísar í þeim efnum í sambærilega endurskipulagningu sem ráðist var í í málefnum barna á yfirstandandi kjörtímabili.

Framsókn leggur þá jafnframt til þrepaskipt tryggingargjald eftir stærð fyrirtækja, sem og þrepaskiptan fyrirtækjaskatt.

Hvað heilbrigðiskerfið varðar segist Sigurður sjá fyrir sér blöndu af opinberum og einkarekstri.

„Framsókn er miðjuflokkur, og sé litið yfir sviðið þá virðumst við vera eini miðjuflokkurinn, miðjuflokkur sem vinnur að stefnumálum sínum með samvinnu og jöfnuð að leiðarljósi. Það er þessi samvinnuhugsun sem hefur gert stór umbótamál að veruleika á því kjörtímabili sem er að ljúka. Stjórnmál snúast nefnilega ekki aðeins um að setja fram stefnu og stefnumál heldur líka vinnubrögð – og heilindi,“ sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni. Rímar það við kosningaslagorð flokksins, sem að þessu sinni er: „Þetta ræðst allt á miðjunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!