fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Stefán hjólar í Pál – „Morgunblaðið veit nefnilega betur en geðlæknirinn hvað góð blaðamennska gengur út á“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 18:00

Stefán Einar Stefánsson (t.v.) og Páll Matthíasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið birti í morgun frétt þess efnis að starfsfólki Landspítalans hefði fjölgað um 24% á áratug og framlög ríkisins til spítalans hefðu á sama tíma aukist um 26,8%. Þá segir að skrifstofukostnaður hafi rokið upp úr öllu valdi og aukist um 115%. Um er að ræða tímabilið 2010 til 2020.

Ennfremur segir í fréttinni að kalt stríð ríki milli yfirstjórnar spítalans og lækna. Læknar hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis yfir því að fagleg ábyrgð sem ætti að vera í þeirra höndum sé lögð á herðar millistjórnenda stofnunarinnar. Þá segir ennfremur: „Marg­ir viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins segja skri­fræðið hafa blásið út á síðustu árum inn­an spít­al­ans og að það sogi til sín mik­il­væga starfs­krafta sem bet­ur myndu nýt­ast í beinni þjón­ustu við sjúk­linga. Skrif­stofa spít­al­ans hef­ur tvö­fald­ast á ára­tug og kostaði 4,2 millj­arða króna í fyrra.“

Páll hafnar gagnrýninni

Í viðtali við Bylgjuna í morgun, sem Fréttablaðið tók saman, hafnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, þessum fréttaflutningi Morgunblaðsins og gagnrýnir blaðið fyrir að hafa ekki leitað álits stjórnenda spítalans við vinnslu fréttarinnar:

„Góð blaða­mennska gengur út á það að spyrja báða aðila, þú færð fréttir og leitar stað­festingu þeirra og færð skýringar. Það hefur ekki verið gert þarna, því að skýringin er sú að við fluttum í einu lagi alla sér­náms­lækna, sem eru margir, yfir á skrif­stofu fram­kvæmda­stjóra lækninga sem telst til skrif­stofu spítalans. Það er bara til þess að bæta utan­um­hald og sam­fellu í þeirra námi og upp­lifun af því að vinna á spítalanum – það er eina skýringin.“

Landspítalinn svarar fréttinni

Í tilkynningu á vef Landspítalans er því haldið fram að frétt Morgunblaðsins sé byggð á misskilngi því stöðugildi 170 sérnámslækna hafi verið flutt til innan spítalans vorið 2020:

„Þetta er misskilningur. Rétt er að stöðugildi um 170 námslækna voru flutt til innan spítalans í maí 2020, frá sviðum og til skrifstofu framkvæmdastjóra lækninga og skýrir það þá aukningu sem dregin er fram. Þessir læknar störfuðu, og starfa enn jafnmikið við sjúklinga og lækningar eins og fyrir breytinguna. Um er að ræða miðlægt utanumhald og skipulag m.a. vegna alþjóðlegrar vottunar Royal College of Physicians í London sem er virtur samstarfsaðili í verkefnum sem þessum víða um heim.“

Gefur í skyn að ógnarstjórnun ríki á spítalann

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, bregst hart við þessum málflutningi í Páls í Facebook-pistli sem hann birti í dag. Hann bendir á að grein Morgunblaðsins sé unnin upp úr svörum heilbrigðisráðuneytisins til Alþingis. Þá segir í færslunni, sem má lesa í heild með því að smella á tengilinn hér að neðan:

„Páll verður að fara að sætta sig við að þótt starfsmenn spítalans, og þá sérstaklega yfirlæknarnir 45, þori ekki að tjá sig vegna meintrar „ógnarstjórnunar“ sem viðgengst á spítalanum, eins og þeir segja mér margir að sé við lýði, þá munu fjölmiðlar, að minnsta kosti Morgunblaðið, halda áfram að fjalla á sanngjarnan en gagnrýninn hátt um spítalann. Morgunblaðið veit nefnilega betur en geðlæknirinn hvað góð blaðamennska gengur út á. Hann þarf núna að sanna að hann viti betur en aðrir hvað góður spítalarekstur gengur út á. Gögn ráðuneytisins gefa það því miður ekki til kynna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar