fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Eyjan

Sigmundur Ernir segir að Sigurður Ingi sé líklega með bestu spilin varðandi næstu ríkisstjórnarmyndun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 07:59

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er einn mánuður þar til kosið verður til Alþingis. Mega landsmenn því búast við fögrum fyrirheitum frá stjórnmálamönnum næstu vikurnar. Kosningarnar eru umfjöllunarefni Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, í grein í blaðinu í dag.

Hann segir að sjaldan eða aldrei hafi niðurstaða kosninga verið jafn ófyrirséð og nú er. Þar skiptir miklu hversu margir flokkar eiga möguleika á að komast inn á þing en hann bendir einnig á að ekki dragi úr óvissunni að fleiri en einn þeirra muni hugsanlega ekki ná inn manni.

„Staðan eftir kosningarnar verður flókin. Það er nokkurn veginn augljóst, meira að segja þótt núverandi ríkisstjórnarflokkar haldi þingstyrk sínum og geti fyrir vikið haldið áfram samstarfi sínu. Það er nefnilega ekkert gefið í þeim efnum. Bakland Vinstri grænna er óánægt með samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Það er í sjálfu sér eðlilegt, enda tilheyra flokkarnir hvorum endanum á pólitíska litrófinu. Og þessar tvær fylkingar eru vanari því að uppnefna hvor aðra og úthrópa en að vinna saman í sátt,“ segir Sigmundur.

Hann bendir síðan á að því hafi verið haldið fram að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, sé í kjörstöðu og ráði hvaða flokkar verði í næstu ríkisstjórn. Hún geti auðveldlega myndað vinstristjórn með Samfylkingunni, Pírötum og hugsanlega Sósíalistaflokknum en líklegra sé að Framsóknarflokkurinn yrði með í slíku samstarfi. Hún geti einnig hunsað þessa flokka og haldið áfram að vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Í öllu falli ráði Katrín miklu, jafnvel mestu, um það hvort næsta stjórn verði áfram sú sama og verið hefur eða að einhvers konar vinstristjórn verði mynduð,“ segir hann.

Því næst víkur Sigmundur að þriðja kostinum sem hann segir að mörgum hafi yfirsést. Er það ríkisstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. „Hann er sá formanna ríkisstjórnarflokkanna sem hefur líklega hæstu spilin á hendi, án þess þó að því hafi verið nokkur gaumur gefinn. Sigurður Ingi er í lykilstöðu til að mynda miðjustjórn. Hann er í bílstjórasætinu og þarf ekki annað en að blikka formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata svo þeir stökkvi um borð í Framsóknarrútuna,“ segir Sigmundur og segir að það yrði pólitískur stórsigur fyrir Sigurð Inga að komast í forsætisráðuneytið núna þegar Framsóknarflokkurinn hefur jafnað sig eftir klofninginn fyrir fjórum árum. „Nú er hans möguleiki að leiða stjórn. Sá möguleiki kemur mjög líklega ekki aftur. Og það vegur þungt eftir mánuð,“ lýkur Sigmundur máli sínu með að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs