fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Mikil fjölgun aldraðra frá aldamótum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 09:00

Mjög hefur fjölgað í hópi aldraðra á síðustu árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2009 voru 2.518 almenn hjúkrunarrými hér á landi en 2018 voru þau orðin 2.716 og hafði því fjölgað um tæplega 200. Þess utan eru 147 sérhæfð hjúkrunarrými og 833 dagdvalarrými. Á sama tíma fjölgaði meira í hópi aldraðra en dæmi eru um og fjölgaði öldruðum mun meira en fólki fjölgaði í öðrum aldurshópum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að frá árinu 2000 til 2020 hafi fólki 70 ára og eldra fjölgað um 58% en á sama tíma hafi landsmönnum fjölgað um 30%. Árið 2000 voru 70 ára og eldri 22.526 en á síðasta ári voru 35.492 í þessum hópi.

Fréttablaðið hefur eftir Helga Péturssyni, formanni Landssambands eldri borgara, að það hafi lengi legið fyrir að þetta yrði svona. „Menn bjuggu sig ekki undir þetta. Það er sameiginlegt verkefni kynslóðanna að koma í veg fyrir að eldri kynslóðin leggist upp á þá yngri,“ sagði hann.

Mest fjölgaði í hópi 80 ára og eldri og 90 ára og eldri. Árið 2000 voru 7.471 í hópi 80 ára og eldri en 2020 voru þeir 12.602 eða 69% fjölgun. 1.137 voru 90 ára eða eldri árið 2000 en voru 2.310 á síðasta ári en það er 103% fjölgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni