Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur flóttamannanefndar um að taka á móti 120 afgönskum flóttamönnum og veita þeim hæli á Íslandi, í kjölfar valdatöku Talíbana í landinu. Fréttablaðið greinir frá.
Ekki er víst að takist að koma þessu fólki frá Afganistan þar sem aðstæður eru erfiðar. „Við ráðgerum 120 en þetta er ekki nákvæmar tölur vegna aðstæðna í Afganistan. Það er engin eiginlega starfsemi á flugvellinum og það gæti verið erfitt að ná til fjölskyldnanna,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, í viðtali við Fréttablaðið.
Lögð verður áhersla á að taka á móti fólki sem vann fyrir Atlantshafsbandalagið og fjölskyldum þeirra og verður þar horft sérstaklega til þeirra sem störfuðu með íslensku íslensku friðargæslunni. Tillögur flóttamannanefndar sem ríkisstjórnin samþykkti eru annars eftirfarandi: