fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Búa sig undir komu afganskra flóttamanna hingað til lands

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 11:30

Afgönsk börn í flóttamannabúðum sækja sér vatn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, kallaði flóttamannanefnd á fund í gær til að meta stöðuna vegna valdatöku Talibana í Afganistan og hvernig taka megi á móti flóttafólki þaðan.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. „Við viljum að Ísland sýni ábyrgð gagnvart afgönsku þjóðinni, nú þegar flóttamannastraumurinn frá Kabúl er brostinn á,“ er haft eftir Ásmundi sem sagðist vænta tillagna frá flóttamannanefndinni um hversu hratt er hægt að bregðast við ákalli Afgana um landvist. „Ég væri ekki að biðja um þessi ráð ef við ætluðum ekkert að aðhafast,“ sagði hann.

Ásmundur sagði stöðuna hræðilega, valdatakan bitni skelfilega á konum.

Stríð hefur geisað í Afganistan í um 40 ár og eru innviðir landsins veikburða. Um 30 milljónir búa í landinu og hefur helmingur þeirra þurft að reiða sig á mannúðaraðstoð áratugum saman. Þriðjungur landsmanna hefur búið við hungurmörk um langa hríð.

Um 400.000 manns hafa flúið land árlega síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“