fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Sláandi tölur úr heilbrigðiskerfinu: „Skilaboð ráðherra eru þau að heilbrigðisstarfsfólkið verði bara að hætta að kvarta“

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 13:30

Jóhann Páll Jóhannsson Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrum blaðamaður, tók saman tölur frá Hagstofunni varðandi sjúkrarými og fjölgun íbúa á Íslandi. Niðurstaðan var sú að sjúkrarýmum hefur fækkað verulega seinustu ár.

„Fjölgun hjúkrunarrýma hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun og breytta aldurssamsetningu; afleiðingin er hinn rándýri útskriftarvandi Landspítala, þar sem fjöldi eldra fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili,“ skrifar Jóhann í færslu á Facebook-síðu sinni og bætir við að þetta sé bæði vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni.

Hann bendir á að fjöldi gjörgæslurýma á Íslandi miðað við höfðatölu er með því lægsta sem þekkist á Vesturlöndum. Aðeins 10 gjörgæslurými eru mönnuð þessa dagana en á nýlega voru 13 sjúklingar sem þurftu á rýmunum að halda, þar af átta með Covid-19.

„Þetta er staðan í einu ríkasta samfélagi heims – en skilaboð ráðherra eru þau að heilbrigðisstarfsfólkið verði bara að hætta að kvarta og gjöra svo vel að hlaupa hraðar. Er nema von að það reynist erfitt að manna heilbrigðisþjónustuna og laða sérfræðimenntað fólk til starfa? Og er nema von, í ljósi fækkunar sjúkrahúsrýma, að heilbrigðisstarfsfólk þekki varla annað en spretthlaup eftir spretthlaup?“ spyr Jóhann.

Hann segir að næsta ríkisstjórn verði að setja uppbyggingu sterkara heilbrigðiskerfis í forgang.

„Ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma og fjölbreyttari búsetuúrræða og vinna gegn mönnunarvandanum með samhentum aðgerðum, til langs tíma og þvert á ráðuneyti, sem miða að því að gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi,“ segir Jóhann.

Hann segir þetta ekki vera einfalt verkefni og að þetta kosti peninga en að þetta sé hægt. Það þurfi að breyta forgangsröðun við stjórn landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum