fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Páll segir Sjálfstæðisflokkinn vera í tilvistarkreppu og lýsir efasemdum með Bjarna

Eyjan
Laugardaginn 14. ágúst 2021 08:53

Páll Magnússon. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjálfstæðismenn hljóta að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni og forystu,“ segir Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins, í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Grein sem Páll skrifaði í Morgunblaðið í sumar vakti mikla athygli en þar gagnrýndi hann flokk sinn mjög harðlega. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrr á árum með um 35-40% fylgi en hefur með um 25 prósenta fylgi frá hruni.

Páll segir að flokkurinn hafi verið svo lengi við stjórn að hann sé orðinn eins og einskonar framkvæmdastjóri Íslands og helsta vandamál hans sé afstöðuleysi. Viðreisn taki fylgi frá flokknum til vinstri en Miðflokkurinn til hægri. Sjálfstæðisflokkurinn þori ekki að taka afstöðu í umdeildum málum. Hann vill að flokkurinn þori að taka afstöðu með þjóðlegum gildum og að hann eigi að hafa forystu um að sníða agnúa af fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Páll segir í viðtalinu: „Í Sjálfstæðisflokknum hefur skapast andrými fyrir þá skoðun að þú sért að bregðast flokknum með því að gagnrýna forystuna. Ég vil hins vegar meina að þú sért að bregðast með því að gera það ekki þegar þörf er á, eins og nú er.“

Segir Páll að á meðan flokksmenn þori ekki að gagnrýna forystuna opinskátt sé pískrað á göngum.

Hann segir ennfremur:  „Hollusta við formann má ekki breytast í meðvirkni, því þá er hún skaðleg. Sjálfstæðismenn hljóta að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni og forystu.“

Páll segist þó ekki vera þeirrar skoðunar að núverandi forysta eigi að víkja en umræðan sé nauðsynleg.

Sjá viðtal Fréttablaðsins við Pál 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum