fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Gunnar Smári búinn að fá nóg og skýtur föstum skotum á Bjarna – „Þetta hljómar sturlað, en er því miður satt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 13. ágúst 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, er kominn með nóg af því sem hann kallar „sveltistefnu stjórnvalda“ hvað við kemur íslenskra heilbrigðiskerfinu. Segir hann ráðherra ríkisstjórnarinnar lata eins og krakka, skammast út í starfsfólk og stjórnendur Landspítalans frekar en að horfast í augu við það að staðan á Landspítalanum sé stjórnvöldum sjálfum að kenna.

Um þetta fjallar nýr pistill Gunnars sem birtist hjá Vísi þar sem hann er óspar á stóru orðinn og sakar meðal annars Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um frændhygli.

„Ég er algjörlega hættur að skilja þessa ríkisstjórn. Er þetta einhver sértrúarsöfnuður?,“ spyr Gunnar Smári.

Láta eins og krakkar

Rekur Gunnar Smári í löngu máli stöðuna sem er uppi komin í heilbrigðiskerfinu í dag þar sem Landspítali ræður vart við álag vegna aukinna innlagna vegna COVID-19, sem þó eru ekki það margar. Gunnar Smári segir að sveltistefna stjórnvalda undanfarna áratugi í heilbrigðismálum sé ástæðan fyrir stöðunni, en stjórnvöld neiti að horfast í augu við það.

„Í stað þess að bregðast við eins og fullorðið fólk þá láta ráðherrarnir eins og krakkar frammi fyrir þessari stöðu. Þeir skammast út í starfsfólk og stjórnendur Landsspítalans, sem eru ekki gerendur heldur þolandi heimskrar heilbrigðisstefnu stjórnvalda.“

Er ekki komið nóg ?

Gunnar Smári veltir því fyrir sér hvort ekki sé komið nóg af slíkri hegðun stjórnvalda.

„Er ekki komið nóg af þessari þrjósku, forherðingu og ábyrgðarleysi? Er ekki nóg að stjórnvöldum hafi tekist að veikja heilbrigðiskerfið með skipulögðum hætti áratugum saman? Þurfum við svo að hlusta á brennuvarginn á brunastað skammast yfir að slökkviliðið sé ekki nógu duglegt, skipulagt eða snjallt. Að brennuvargarnir séu eina fólkið með viti?“

Þetta er fjármálaráðherra sem hefur notað kórónafaraldurinn

Undrar Gunnar Smári sig á ummælum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að vandi spítalans verði ekki leystur með feitum tékka. Bjarni hefur einnig sagt að stjórnvöld hafi bæði bætt fjárveitingar til sjúkrahússins sem og mönnum sem hafi hreinlega ekki skilað sér í neinum úrbótum. Veltir Gunnar Smári því fyrir sér hvort Bjarni sé þarna ekki að kasta grjóti úr glerhúsi.

„Þessi sami fjármálaráðherra hefur lagt meira fé í fyrirtæki í eigu fólks sem er tengt honum fjölskylduböndum en myndi duga til að rétta Landspítalann af. Þessi sami ráðherra stóð fyrir því að Icelandair voru færðir með ýmsum hætti um 35 milljarðar króna af almannafé. Hann gaf kaupendum af hlutabréfum Íslandsbankaað lágmarki um 20 milljarða króna í afslátt af kaupverðinu Þessi ráðherra hefur gefið eigendum fyrirtækja um 10 milljarða króna í skattaafslátt gegn fjárfestingum sem skilgreina má sem nýsköpun eða þróun, innan regluverks þar sem allar fjárfestingar geta fallið undir þessa skilgreiningu.

Þetta er fjármálaráðherra sem hefur notað kórónafaraldurinn til að ausa fé yfir vini sína og vandamenn, ríkasta fólk landsins.“

Ekki hafi Bjarni gert neinar kröfur um góðan rekstur þegar hann veitti peninga til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Hann leggi þó þá kröfu á Landspítalan og það í þessu ástandi sem nú er uppi í samfélaginu.

Gunnar Smári finnst þetta í stuttu máli sturlað.

„Þetta hljómar sturlað, en er því miður satt. Við lifum sturlaða tíma. Við erum á hápunkti sturlaðrar stjórnmálastefnu sem kölluð er nýfrjálshyggja. Innan þessarar stöðnuðu kenningasúpu eru borin fram rök og fullyrðingar sem standast enga skoðun en sem innvígðu og innmúruðu virðast trúa í blindni. Þetta er sértrúarsöfnuður nýfrjálshyggjunnar. Og því miður virðist ríkisstjórnin okkar öll hafa gengið inn í þau björg.

Í guðs bænum vaknið, kæru ráðherrar. Hættið þessari þrjósku og látið Landspítalann fá pening. Núna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum