fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Píratar fresta aðalfundi vegna smits

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundi Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem fram átti að fara dagana 14. til 15. ágúst, hefur verið frestað um eina viku. Aðalfundurinn verður því haldinn helgina 21. til 22. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Ástæðan fyrir frestuninni er kórónuveirusmit starfsmanns Vogs á Fellsströnd, þar sem aðalfundurinn fer fram. Hluti starfsfólks var settur í sóttkví eins og reglur kveða á um og er því ekki hægt að halda stærri viðburði á hótelinu vegna manneklu. Af þeim sökum getur aðalfundur Pírata ekki farið þar fram um næstu helgi eins og vonir stóðu til.

Þrátt fyrir þetta mun aðalfundur Pírata fara fram á Fellsströnd, þó hann verði viku síðar. 

Píratar munu í því ljósi iðka ítrustu sóttvarnir á aðalfundinum, í samræmi við verklagsreglur flokksins í faraldrinum sem unnar voru í samráði við almannavarnir. Þannig er fjöldi fundarfólks takmarkaður við 100, en gildandi sóttvarnatakmarkanir kveða á um 200 manna hámark. Þá verður jafnframt stuðst við aðrar hefðbundnar ráðstafanir; s.s. spritt, fjarlægðarmörk, grímur þar sem ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk o.s.frv.

Þar að auki verður öllum fundinum, sem hefst kl. 10 á laugardag og lýkur kl. 16:20 á sunnudag, streymt á netinu í gegnum fjarfundabúnað flokksins. Píratar sem eiga ekki heimangengt munu því geta tekið þátt í dagskrá fundarins.

Frestur til að skrá sig til þátttöku á fundinum framlengist um viku, sem og framboðsfrestur í nefndir, stjórnir og ráð sem kosið er um á aðalfundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt