fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Sigmundur segist hafa verið þolandi í Klaustursmálinu – „Ósanngjarnt ef að menn yrðu látnir gjalda fyrir það að vera þolendur“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 21:55

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson í bakgrunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra hélt því fram að hann væri þolandi í Klaustursmálinu. Það kom fram í viðtali sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Pólitík. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var einnig gestur í þættinum.

Páll spurði Sigmund hvort Miðflokkurinn væri enn að gjalda fyrir Klaustursmálið, sem átti sér stað árið 2018. Sigmundur svaraði neitandi og sagði að ef svo væri þætti honum það ósanngjarnt, þar sem hann og hinir sem áttu í hlut væru þolendur skipulagðs glæps.

„Getur verið að þið séuð enn með einhverjum hætti að gjalda fyrir Klaustursmálið alræmda?“ spurði Páll. Svar Sigmundar var eftirfarandi:

 „Mér finnst það ólíklegt. Mér myndi finnast það ósanngjarnt ef að menn yrðu látnir gjalda fyrir það að vera þolendur þess sem síðar kom í ljós að var glæpur, skipulagður glæpur,“

Í kjölfarið tók hann fram að fylgi Miðflokksins hefði verið mest eftir að Klaustursmálið átti sér stað og því þætti honum ólíklegt að það hefði skaðað flokkinn. Hann vildi hins vegar meina það sem væri að valda minna fylgi flokksins væri heimsfaraldurinn, en í síðustu skoðanakönnunum hefur Miðflokkurinn fengið heldur dræmt fylgi.

Líkt og flestir muna átti Klaustursmálið sér stað í nóvember 2018, þegar Bára Halldórsdóttir tók upp samtal þingmannanna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar á kránni Klaustur. Þingmennirnir létu þar orð falla sem þóttusýna fram á fordóma þeirra sem töluðu. Síðar úrskurðaði Persónuvernd að upptökurnar væru ólöglegar, og var Báru gert að eyða þeim.

Hægt er að horfa á viðtal Páls við Sigmund og Ktrínu hér, en umræðan um Klaustursmálið hefst eftir 18 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum