fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Segir pólítíska rétthugsun ógna samfélaginu – „Ráðast að, hæða og útskúfa fólki sem vogar sér að hugsa út fyrir hinn leyfilega kassa“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 14:30

Arnar Þór Jónsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, dómari sem skipar 5. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Kraganum, telur verulega þrengt að frjálsri hugsun í dag. Í dag eigi allir að hafa sömu skoðanir og þeir sem vogi sér til að hugsa út fyrir hinn „leyfilega kassa“ eigi á hættu á að að þeim sé ráðist, þeir hæddir eða útskúfaðir.

„Í einfeldni minni hélt ég að sú dómharka, fordæming, þröngsýni og krafa um samræmda hugsun, sem einkennir margt á samfélagsmiðlum, væri aðallega bundin við fólk sem alist hefði upp við þá flatneskju og yfirborðsmennsku sem þar er að finna,“ skrifar Arnar í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Arnar segir okkur lifa á tímum þar sem þrengt er að frjálsri hugsun.

„Pólitísk rétthugsun er ein helsta ógnin við frjálsa hugsun. Rétthugsunin hefur tekið á sig ýmsar myndir í tímans rás, en eitt aðaleinkenni hennar er algjör skortur á skopskyni, bókstafshyggja og eftirlit með því að hvorki ritað né talað mál endurspegli „hugsanaglæpi“, villutrú eða falskenningar.“

Nú sé þeim tólum beitt að frumkvæði, efi og sjálfstæð hugsun sé barin niður í tilraun til að samræma hegðun fólks.

„Með því að berja niður frumkvæði, efa og sjálfstæða hugsun er reynt að samræma hegðun fólks og berjast gegn einstaklingshyggju með það að markmiði að framkalla menningarlega og pólitíska einsleitni.“

Þetta skapi hættu á vitsmunalegri stöðnun og skort á hugmyndafræðilegri fjölbreytni.

„Hagsmunasamtökum, fjölmiðlum, ríkisstofnunum o.fl má beita til pólitískra og vitsmunalegrar bælingar. Þetta er t.d. gert með því að ráðast að, hæða og útskúfa fólki sem vogar sér að hugsa út fyrir hinn leyfilega kassa.“

Arnar segir óþarfi að fjölyrða um þann skaða sem þetta veldur lýðræðislegri umræðu.

„Þegar hjarðhegðun er beitt til að afmarka hvað telst skynsamlegt, þá er skipulegri hugsun, staðreyndum og rökræðu hent út um gluggann. Í slíku umhverfi verða til hvatar þar sem harðlínunálgun er verðlaunuð, en hinir úthrópaðir sem voga sér að gerast málsvarar klassískra frjálslyndra sjónarmiða, þar á meðal um tjáningarfrelsi um sakleysi þar til sekt er sönnuð og um réttláta málsmeðferð. Augljóslega skaðar þetta pólitíska umræðu.“

Farsæld og almenn lífsgæði verði ekki aukin með því að ala á tortryggni, öfund og óvild.

„Það er andlýðræðislegt að standa gegn heilbrigðum skoðanaskiptum með því að ráðast á andmælendur sína, afbaka málflutning þeirra, fara með rangfærslur, saka menn um illvilja, geðveiki o.s.frv. Það er heldur ekki heiðarlegt að túlka orð andmælenda sinna á versta veg  t.d. með því að leit að tilefni til að móðgast og reiðast.“

Arnar vísar í grein sinni til pistla Ole Antons Bieldtvedt stjórnmálarýnis og Hannesar Péturssonar, rithöfunds, sem birtust í Fréttablaðinu 4. ágúst þar sem skrif Arnars um ESB voru gagnrýnd, en Ole kallaði þar skoðanir Arnars um ESB „geðveiki“ og einkennast af þekkingarskort, skilningsleysi eða lítið ígrundaðri sjálfumgleði. Arnar segir pistla beggja manna rangtúlka, afbaka og misskilja skrif hans og skrif þeirra beri „vott um að þeir séu inni í bergmálshelli og hafi því ekki aðeins einangrað sig frá samfélaginu í heild, heldur einnig frá raunveruleikanum sem síkum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum