fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Sanna segir sveitarfélögin skulda strætóbílstjórum pening – „Þetta eru afleiðingar útvistunar“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 16:30

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, bendir á áhugaverðan punkt í stuttri færslu sem birtist á Facebook. Umfjöllunarefnið eru laun Strætóbílstjóra og útvistun.

Útvistun er þegar fyrirtæki fær undirverktaka til að sjá um verkefni sem starfsmenn þess hafa áður séð um. Sanna bendir á að þeir vagnstjórar sem séu á vegum Kynnisferða séu með lægri grunnlaun en þeir sem eru ráðnir beint hjá Strætó.

„Grunnlaun hjá vagnstjórum Kynnisferða sem aka fyrir Strætó bs. eru 360.898 kr.

Grunnlaun hjá vagnstjórum sem eru ráðnir beint inn í gegnum Strætó bs. og eru hjá Sameyki eru 398.424 kr.

Þetta eru afleiðingar útvistunar. Fólk sem sinnir sömu vinnu fær ekki greitt sömu laun fyrir sömu störf og þarf að vinna lengur fyrir minna kaup. “

Sanna segir sveitarfélögin ábyrg fyrir þessu, og segir þau skulda strætóbílstjórum pening.

„Ábyrgðin er sveitarfélaga. Stætó bs. skuldar vagnstjórum tæpar 40 þúsund á mánuði, samtals um 450 þúsund á ári. Burt með útvistun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum