fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Arnar Þór og Gunnar Smári tókust á – „Sjálfstæðisflokkurinn var á móti fóstureyðingum!“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 10:14

Gunnar Smári Egilsson (t.v.) og Arnar Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður, og Arnar Þór Jónsson, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Gunnar Smári er oft sagður vera öfgavinstrimaður en Arnar Þór öfgahægrimaður. Þeir hafa algjörlega ólíkar skoðanir á málum og rifust þeir heiftarlega í útvarpinu.

„Alls staðar þar sem að fólk kemur fram og heldur fram hagsmunum þeirra fátæku og kúguðu, þá rísa alltaf upp varðmenn valdsins sem tala í nafni frjálslyndis og heldur því fram að það að láta hina fátæku fá peninga, láta þá valdalausu fá vald, leiði til glundroða,“ segir Gunnar Smári og segir orð Arnars fyrr í þættinum um að sósíalismi leiði til morða, kúgunar og manndrápa séu fáránleg.

Arnar Þór ítrekaði þessi orð sín um að sósíalisminn hafi haft þessar afleiðingar og varð Gunnar Smári enn reiðari við að heyra þetta.

„Sósíalismi, hann hefur byggt um allt sem er einhvers virði í þessu samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn sem hann [Arnar Þór] er að bjóða sig fram fyrir, hann var á móti vökulögunum, hann var á móti almannatryggingum, hann var á móti veikindarétti, hann var á móti sumarleyfi, hann var á móti atvinnuleysisbótum, hann var á móti öllu sem er einhvers virði,“ segir Gunnar og Arnar spyr á móti hvort flokkurinn sé enn á móti þessum hlutum í dag.

Gunnar segir þá að flokkurinn hafi þurft að beygja sig fyrir þessum stefnum og að hann sé í raun enn og veru á móti þessum málefnum.

„Hann þurfti að beygja sig fyrir kröfum almennings eftir að almenningur fékk almennan kosningarétt og náði að skipuleggja sig í verkalýðsbaráttunni fyrir því að það yrði gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta. Á nýfrjálshyggjuárunum, þá var flokkurinn hans [Arnars Þórs] á móti þessum sigri. Hann hefur verið að taka gjaldtöku inn í heilbrigðiskerfið, hann hefur verið að vinna að því að brjóta niður heilbrigðiskerfið,“ segir Gunnar og bætir við að helmingurinn af konum sem eru í Eflingu hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu.

Hann segir að sama sé hægt að segja um öryrkja og atvinnulausa, helmingurinn þurfi að neita sér um heilbrigðisþjónustu.

„Þegar við bendum á þetta í Sósíalistaflokk Íslands, þá fer hann að tala um að við ætlum að leiða hér yfir kúgun og ofbeldi. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti fóstureyðingum! Hann er á móti því að fólk fari heim með launaumslag sem dugar til framfærslu. Hann er á móti því að þeir fátæku lifi sómasamlegu lífi og fái frelsi frá kúgun sem það býr við dagsdaglega,“ segir Gunnar en þarna var hann orðinn ansi pirraður.

Arnar Þór svarar Gunnari og segir að það þurfi að tala um ástandið eins og það er árið 2021.

„Ég er til dæmis ekki sammála því að lausnin á vanda þeirra sem glíma við fátækt og eiga við högg að sækja sé að láta þau fá pening. Ég held að lausnin sé ekki að ríkið komi hér með galdralausnir til fólks. Ég held að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að valdefla einstaklingana og hvetja þau til að rísa á fætur og veita þeim tækifæri til að verða fullir þátttakendur, hafa sjálfsvirðingu og ánægju af því að vinna og fá mannsæmandi laun,“ segir Arnar og er sammála Gunnari með að allir eigi að fá laun sem duga til framfærslu.

Hann segir að stór hluti stjórnmálaflokka á Íslandi sé fastur í fortíðinni en hann vill ekki vera þar. Hann vill taka mið af aðstæðum eins og þær eru núna.

Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum