Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður, virðast ekki vera miklir aðdáendur einkaþotna ef marka má færslur þeirra á Twitter frá því í gær.
Gísli birti brot úr viðtali við ráðherranna Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur á miðlinum. Þar mátti sjá þær taka stóra pásu í viðtalinu sem takið var við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Ástæðan var sú að flugvél flaug yfir borgina og hljóðið í henni yfirgnæfði það sem þær voru að segja.
„Mjög normal að nokkrum sinnum á dag heyrist ekki mælt mál í miðbæ Reykjavíkur af því milljarðamæringar á einkaþotum eru með einkastæði á flugvelli í göngufæri við miðborgina. Í stað flugvallar fyrir fáa ættu þar að vera íbúðir fyrir marga.“ Segir Gísli í færslu sinni á Twitter.
Jóhann Páll birti þráð á Twitter um einkaþotur í gær, en líkt og Gísli er hann ekki mikill aðdáandi þeirra. Hann vitnaði í umfjöllun Stundarinnar um einkaþotur þar sem að kom fram að einkaþoturnar sem eru að lenda á Reykjavíkurflugvelli séu Fleiri og stærri en áður. Auk þess var haft eftir viðmælanda að dýrustu vélarnar kostuðu meira en hundrað milljón dollara, sem er meira en tíu milljarðar í íslenskum krónum.
„Ríkustu 10 prósent heimsbyggðarinnar eru ábyrg fyrir helmingnum af allri losun gróðurhúsalofttegunda. Afleiðingar þessarar losunar koma hins vegar harðast niður á þeim fátækustu. Loftslagsvandinn er ójafnaðarvandi og stéttavandi og einkaþoturnar eru ein skýrasta birtingarmynd þess – forríka fólkið losar mest.“ segir Jóhann í kjölfarið.
Hann bendir á að meðalflugferð farþega í einkaþotu hafi tíu sinnum stærra kolefnisfótspor en meðalflugferð í farþegaflugvél, og að meðaltali séu einungis fjórir til fimm farþegar um borð í einkaþotu í ferð.
Þá deilir Jóhann nokkrum greinum er varða einkaþotur og hvaða þýðingu það myndi hafa að bann þær. Hann segir að í raun ætti það ekki að vera erfið ákvörðun, og vill að einkaþotur fái ekki að lenda á Íslandi. „Þetta er no–brainer, ættum að banna einkaþotum sem brenna jarðefnaeldsneyti að lenda á Íslandi.“
„Fleiri og stærri einkaþotur farnar að lenda á Reykjavíkurflugvelli,“ segir í Stundinni. Haft eftir viðmælanda: „Þetta eru mjög flottar vélar og þær dýrustu eru á yfir hundrað milljón dollara.“
— Jóhann Páll (@JPJohannsson) August 6, 2021
Mjög normal að nokkrum sinnum á dag heyrist ekki mælt mál í miðbæ Reykjavíkur af því milljarðamæringar á einkaþotum eru með einkastæði á flugvelli í göngufæri við miðborgina. Í stað flugvallar fyrir fáa ættu þar að vera íbúðir fyrir marga. #102rvk pic.twitter.com/9KN0ti5cs7
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 6, 2021