fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sprenging í sölu sumarhúsa og verðhækkanir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 09:00

Mynd úr safni. Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldursins hafa landsmenn ferðast mun minna til útlanda en áður og það gæti verið skýringin á því að sala á sumarhúsum hefur tekið mikinn kipp og þau hafa hækkað í verði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Bárði H. Tryggvasyni, sölustjóra hjá fasteignasölunni Gimli, að óhætt sé að segja að sprenging hafi orðið í sölu sumarhúsa á þessu ári og því síðasta. Hann sagðist vera búinn að starfa við fasteignasölu áratugum saman og muni ekki eftir öðru eins.

Heimir Hafsteinn Eðvarðsson, fasteignasali hjá Fasteignalandi, tók í sama streng og sagði að nú væri seljendamarkaður, allt seljist á yfirverði.

Bárður sagði að þar sem raunvextir séu neikvæðir um þessar mundir líti fólk á sumarhúsakaup sem fjárfestingu sem skili ágætis ávöxtun.

Heimir Hafsteinn sagði að fjölmargt eldra fólk hafi hætt við að selja sumarhúsin sína eftir að heimsfaraldurinn skall á. „Þar af leiðandi hefur komið minna inn af eignum en við áttum von á. Það bara vantar bústaði,“ sagði hann.

Hvað varðar verðhækkanir sagði Bárður að þær gætu verið um 30% frá því á fyrri hluta síðasta árs. „Það þótti vel í lagt að kaupa hefðbundna stærð af bústað fyrir 40 milljónir í fyrra, en núna þykir það ódýrt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“