fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Mogginn segir hræðsluáróðri haldið að þjóðinni – „Ekkert sem bendir til þess að sjúkrahúsin myndu fyllast“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er RÚV sakað um að breiða út hræðsluáróður um stöðu kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er gagnrýnt hvernig því er slegið upp í fréttatímum að Ísland verði nú skilgreint sem rautt svæði með tilliti til smittíðni. Í leiðaranum segir:

„Rauði lit­ur­inn merk­ir það, að allt sé komið í stór­kost­leg óefni, þannig að all­ir þeir sem eru með á nót­un­um hljóti að forðast landið, mor­andi í veir­um, eins og rauðan eld­inn.

Og mynd­in sem kem­ur upp í huga margra minn­ir sjálfsagt mest á aðrar um sama efni frá Indlandi fyr­ir fá­ein­um vik­um. Það var ljóta sag­an og reynd­ar óhugnaður. Hvað er það sem ger­ir okk­ur þau ör­lög að mála eig­in sjálfs­mynd rauða út á við, þótt varla sé nokk­ur maður veik­ur hér í al­vör­unni vegna kór­ónu­veiru? Hvaða endem­is vit­leysa er þetta? Sagt var á „RÚV“ að „tveir heim­il­is­menn á Grund væru í ein­angr­un í 10 daga,“ en þeir fyndu þó eng­in minnstu merki um las­leika, og skildu ekki al­veg hvers vegna þeir væru lokaðir inni! Ætlar „RÚV“ að halda áfram að segja okk­ur frá því á hverj­um degi, næstu árin, að þrír séu með hita á Eir, löngu eft­ir að veir­an er far­in?“

Mogginn segir að vegna útbreiddrar bólusetningar sé ástandið núna eins og í venjulegri flensu og spurt er hvers vegna flensan hafi ekki mætt í ár eins og undanfarin ár.  Þá segir:

„Og þannig vill til að að aldrei nokkru sinni hafa jafn marg­ir Íslend­ing­ar verið bólu­sett­ir fyr­ir flensu og nú hafa verið bólu­sett­ir fyr­ir kór­ónu­veiru. Smit­in, sem enn eru fyrsta frétt kvölds og morgna, eru nú sögð aðallega liggja í hópn­um 20-30 ára. Það er talað lægra um það, að lang­fæst­ir þeirra finna fyr­ir því. Það var þó búið að margtyggja það í okk­ur öll að þessi hóp­ur tæki veirunni létt og hristi hana af sér eins og hverja aðra slettu. Hef­ur það breyst? Af hverju er verið að draga þá þróun á lang­inn? Er ekki best að þessi hóp­ur sem hef­ur svo mikla og hraða yf­ir­ferð af­greiði málið sem fyrst, en sé ekki hafður í ein­angr­un lon og don? Þótt gælt sé við hræðslu­áróður­inn er ekk­ert sem bend­ir til þess að sjúkra­hús­in myndu fyll­ast þótt smit­hraðinn fengi að hafa sinn gang hjá þess­um allra hraust­asta hópi þjóðfé­lags­ins og hinir þurfa þá ekki að hafa hætt­una af því miklu leng­ur hang­andi yfir sér. Þeir fáu sem eru veik­ir fyr­ir í þess­um ald­urs­flokki voru ræki­lega bólu­sett­ir.“

Þá segir að málflutningur yfirvalda undanfarið sé ekki í samræmi við það sem áður hefur verið haldið fram, varðandi hjarðónæmi. Flestir sem smitist í dag séu á aldrinum 20-30 ára og því hafi margoft verið lýst yfir að þessi aldurshópur veikist ekki illa af veirunni.  Spurt er hvers vegna veiran megi þá ekki ganga yfir þennan hóp. Síðan eru yfirlýsingar um að stefni í neyðarástand á sjúkrahúsum með auknum smitum dregnar mjög í efa:

„Áður hafði verið margsagt að hætt hefði verið við að reyna að ná hjarðónæmi, sem líka hafði verið sagt að væri senni­lega æski­leg­asta þró­un­in, því að sú leið væri vart fær nema að eldri og veik­ari hóp­ar hefðu áður verið bólu­sett­ir, því ann­ars kynni sjúkra­hús­kerfið að kollsteyp­ast. Við keypt­um þetta öll. Það eru eng­in merki um það, að það kerfi sé að kollsteyp­ast. Þess vegna get­um við leyft mik­il­væg­ustu hlut­um þess starfs­hóps að taka sín­ar sex vik­ur í sum­ar­frí, og jafn­vel tveggja vikna viðbótar­rann­sókn­ar­leyfi, eins og ekk­ert sé í gangi, sem þýðir að aðeins verður hálf­mannað á spít­öl­um næstu þrjá mánuði og jafn­vel rúm­lega það! Ef enn væri neyðarástand eða slíkt hugs­an­lega yf­ir­vof­andi, þá mynd­um við ekki leyfa okk­ur slík­an lúx­us! Þetta eru því góðar frétt­ir.“

Morgunblaðið spyr hvers vegna RÚV haldi áfram „þess­um heimsku­lega hræðslu­áróðri að þjóðinni“. Í lok pistilsins er ruglingur varðandi grímuskyldu gagnrýndur og skýrari upplýsinga krafist:

„Af hverju eru versl­an­ir og bens­ín­stöðvar að halda uppi grímu­skyldu hér og hvar, en ann­ars staðar ekki svo al­menn­ing­ur veit ekki sitt rjúk­andi ráð. Þótt nú ber­ist reglu­lega frétt­ir er­lend­is frá um að miðlungs grím­ur, svo ekki sé minnst á hinar lak­ari, séu langoft­ast hrein gervi­vörn á veiru­tím­um. Þó höf­um við eng­ar upp­lýs­ing­ar fengið um það hvaða grím­um sé óhætt að treysta út í æsar og hverj­um ekki. Þeir sem raun­veru­lega bera ábyrgð geta ekki leng­ur vikið sér und­an henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni