fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Örlagasaga frambjóðanda: „Frá því að vera í þotuliðinu á Íslandi og í að vera atvinnulaus, fráskilin, fátæk og fárveik með tvö börn“

Eyjan
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 09:50

Katrín Baldursdóttir. Mynd: Vefsíða Sósíalistaflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er nú ákveðið afrek að fara frá því að vera í þotuliðinu á Íslandi og í að vera atvinnulaus, fráskilin, fátæk og fárveik með tvö börn. Allt á nokkrum mánuðum,” segir Katrín Baldursdóttir í viðtali á vefsíðu Sósíalistaflokksins.

Katrín er oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún hefur átt umbrotasama ævi, en eins og segir í texta viðtalsins þá ber hún það ekki með sér að hafa háð baráttu við dauðann: „Nei, ég hef öðlast svo gott og fallegt líf á undangengnum árum að ég er full af þakklæti og auðmýkt. Og nú er komið að mér að berjast fyrir aðra. Ég er með óstöðvandi réttlætiskennd og öðlast einhvern ofurkraft þegar kemur að baráttunni fyrir þá sem brotið er á dag frá degi með ofbeldi og kúgun.“

Katrín naut veraldlegrar velgengni á sínum  yngri árum, ekki síst í fjölmiðlaheiminum. Hún kom víða við en kannski náði ferill hennar hámarki er hún var fréttamaður á Bylgunni á Stöð 2 um fimm ára skeið. Hún brotlenti þar eftir langvarandi vinnuálag og sakar hún þáverandi fréttastjóra, Pál Magnússon, um að hafa rekið sig veika úr vinnu. Hér segir frá því og niðurbroti Katrínar:

„Í samræmi við nýja mannfjandsamlega stefnu í starfsmannamálum, kallaði Páll Magnússon þáverandi fréttastjóri mig inn á teppi og rak mig. Hann gaf mér ekki einu sinni sjéns á að fara í launalaust leyfi til að jafna mig. Samstarfsmönnum mínum fannst þetta ansi gróft að reka veika manneskju. Á þessum tíma vissi ég ekkert um réttindi mín og varð þess vegna af ýmsu sem ég hefði átt rétt á. Það var þá sem ég ákvað að ég myndi einhvern tíma í framtíðinni hella mér í réttindabaráttu fyrir launafólk í landinu.“

Það hrundi eiginlega allt hjá Katrínu á sama tíma. Vinnan fór, hjónabandið fór og heilsan fór. Hún átti tvö ung börn þegar þarna er komið við sögu árið 1998. “ Það er nú ákveðið afrek að fara frá því að vera í þotuliðinu á Íslandi og í að vera atvinnulaus, fráskilinn, fátæk og fárveik með tvö börn. Allt á nokkrum mánuðum,” segir hún með kaldhæðni.

Þarna kynnist Katrín því hvernig er að vera fátæk og veik og jafnframt með sífelldan afkomuótta. „Það er hryllingur. Ég er í Sósíalistaflokknum til að berjast fyrir fólk sem þarf að upplifa það.“ Hún hafði ekki efni á að senda börnin í tómstundir en reyndi að betla af ættfólki til að þetta myndi bitna sem minnst á börnunum. „En auðvitað bitnaði allt þetta ástand á börnunum. Alls konar togstreita, vandræði, blankheit og ég í slæmu ástandi. Ég var farin að drekka allt of mikið. Það var svo þægilegt að slökkva á vanlíðan með því að fá sér bjór.“

Katrín segir einnig frá baráttu sinni við alkóhólisma og upprisunni úr heilsuleysi og allsleysi, en hún er á góðum stað í tilverunni í dag. Katrín segir:

„Ég er gangandi kraftaverk. Þetta átti ekki að vera hægt. Ég er sátt í eigin skinni, lífsglöð og kát. Það hjálpar mér einnig hvað ég er hugrökk og til í að takast á við krefjandi verkefni. Ég er ákveðin en tekst nokkuð vel að vinna með fólki og læt aldrei karlrembur kveða mig í kútinn. Ég nýt mín í flokknum og er að vinna með frjóu, skemmtilegu og kláru fólki. Ég verð að minnast sérstaklega á Gunnar Smára Egilsson því öðrum eins dugnaðarforki hef ég aldrei á ævinni kynnst og hef ég þó starfað með þeim mörgum. Það verður fengur af honum á Alþingi.“

Katrín vill efla alþýðu þessa lands og stuðla að ábyrgri hagstjórn. Margvíslegt ber á góma í viðtalinu sem ekki eru gerð skil í þessari endursögn en viðtalið má lesa hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni