fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Gunnar Smári finnur til með bílstjórum ráðherra – „Sitja í sex, sjö tíma og bíða fyrir utan veitingastað meðan ráðherrann situr að sumbli“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, vill ráðherrabílana burt. Furðar hann sig á því að ráðherrum sé útvegaðir bílar með bílstjórum sem þurfi svo rúnta með ráðherranna og bíða eftir þeim jafnvel tímunum saman, jafnvel vel utan skilgreinds dagvinnutíma. Hann vekur máls á þessu á Facebook.

„Eitt sem mig langar að vita er að ef starfsmaður fær dýran bíl til umráða og svo bílstjóra í ofan á lag, þarf hann ekki að borga skatt af þeim hlunnindum?,“ spyr Gunnar Smári.

Hann nefnir sem dæmi sögu úr fortíð sinni, en þá tíma starfaði Gunnar Smári á veitingastað og kvöld eitt kom þangað ráðherra með sínum nánustu starfsmönnum og var ekkert að flýta sér.

„Einu sinni vann ég á veitingastað og þangað kom eitt kvöldið ráðherra með sínum nánustu starfsmönnum. Þeir borðuð og settust svo að drykkju sem stóð fram eftir kvöldi og langt fram á nóttina. Ég átti að loka kl. 11:30 en leyfði mönnunum að sitja og drekka áfram, seldi þeim reiðinnar býsn af áfengi.“

Ráðherrann og föruneyti sátu á veitingastaðnum tímunum saman og höfðu gaman. Á meðan á þessu stóð mátti bílstjóri ráðherrans bíða fyrir utan.

„Allan tímann sat bílstjórinn út í ráðherrabílnum fyrir utan veitingastaðinn og beið síns herra, andlitið á honum lýstist upp af ljósunum í mælaborðinu og ég sá að hann hafði ekki tekið með sér bók, hann starði bara út í tómið og hefur hugsað sitt. Einu sinni sá ég hann fara úr bílnum til að rétta úr sér, enda þraut að sitja í sex, sjö tíma og bíða fyrir utan veitingastað meðan ráðherrann situr að sumbli inn í hlýjunni.“

Gunnar Smári segir að hjá jafn lítilli þjóð og Íslendingum sé ekkert pláss fyrir snobb á borð við ráðherrabíla og telur Gunnar Smári rétt að hætta þessu fyrirkomulagi.

„Við erum fámenn þjóð, nánast bara lítið þorp á hjara veraldar. Mér finnst ekki pláss hér fyrir svona snobb, að láta þessa blessuðu ráðherra hafa bíl og bílstjóra til umráða. Landið er of lítið fyrir svona stórmennsku. Þetta fer ekki vel með neinn, ekki bílstjórana og ekki ráðherrana. Við eigum að hætta þessu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar