fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Einar gagnrýnir Sósíalistaflokkinn – „Eiga ekki kjósendur rétt á að vita hvert framboðin stefna?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, fer gagnrýnum orðum um Sósíalistaflokkinn í pistli á Facebook í dag. Telur hann að kjósendur þurfi að fá skýrari upplýsingar um hvort flokkurinn sé alfarið á móti einkareknum atvinnulífi eða ekki. Bendir hann á að margir flokkar í Evrópu skilgreini sig sem sósíalista en séu síður en svo á móti frjálsu atvinnulífi.

Það sem vekur þessa spurningu í huga Einars eru yfirlýsingar frambjóðenda sósíalista um að þeir séu á móti kapítalisma:

„Nú er Sósíalistaflokkurinn að birta framboðslista og þar birtist fólk með yfirlýsingar um að það sé sósíalisti og „á móti kapítalisma.“ Svo ég held að flokkurinn verði að fara að skilgreina betur stefnu sína. Það eru til stórir flokkar í Evrópu og víðar sem heita sósíalistaflokkar en eru bara hefðbundnir jafnaðarmenn, t.d. í Frakklandi eða Spáni. Og jafnaðarmenn, sósíaldemókratar eru ekki á móti einkarekstri eða frjálsu atvinnulífi, semsagt kapítalisma. Sænskir kratar byggðu til dæmis upp velferðarkerfið með því að láta einkarekið atvinnulíf draga vagninn, framleiða verðmætin, en ríkið jafna kjörin. Sé íslenski sósíalistaflokkurinn á móti kapítalisma þá væri kannski nær að hann kallaði sig kommúnistaflokk – þannig flokkar náðu völdum hér og þar, bönnuðu einkarekstur, kapítalisma, þannig að allt atvinnulíf var ríkisrekið með tilheyrandi skrifræði, stofnanaþunga og óskilvirkni. Þetta var í austur Evrópu og víðar, og eiga ekki kjósendur rétt á að vita hvert framboðin stefna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða