fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Ole mærir Evrópusambandið – „Það sem ESB gerir dagsdaglega fyrir okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Anton Bieltvedt, alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir, segir að Evrópusambandið snúist um miklu meira en sameiginlegan markað og gjaldmiðilinn evruna. ESB komi við sögu í hversdagslegu lífi okkar á hverjum degi og færi okkur gæði sem margir haldi að komi af sjálfu sér.

Þetta kemur fram í aðsendri grein frá Ole í Morgunblaðinu.

Ole segir að ESB tryggi okkur vörugæði og öryggi með CE-staðlinum:

„Á hverj­um ein­asta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varn­ing; mat­vöru, fatnað, heim­il­is­búnað, áhöld og verk­færi, líka öll raf­magns­tæki, vél­ar, far­ar­tæki og bíl­inn okk­ar – í hönd­un­um, þar sem ein­mitt ESB hef­ur tryggt okk­ur mestu mögu­leg þæg­indi, um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir og um­fram allt ör­yggi og gæði í notk­un.

Allt sem við erum með í hönd­un­um og not­um, sem er CE-merkt, hef­ur þurft að upp­fylla stíf­ar kröf­ur ESB og próf­an­ir um væn­ar lausn­ir fyr­ir neyt­end­ur og aðra not­end­ur, lág­marks orku­notk­un og minnsta mögu­lega um­hverf­is­spill­ingu og, eins og áður seg­ir, há­marks ör­yggi og end­ingu.

Þessi starfsþátt­ur ESB er einn af lyk­ilþátt­um sam­bands­ins hvað varðar okk­ar dag­lega líf; trygg­ing hags­muna og velfarnaðar þegna þess.“

Ole minnir á önnur gæði sem koma frá EBS, til dæmis evrópska sjúkratryggingakortið sem veitir Íslendingum aðgang að sjúkraþjónustu og sjúkratryggingu í 28 evrópskum ríkjum. Neytendavernd ESB stuðli að því að símakostnaður símnotenda í ESB og á EES-svæðinu lækki. Þá beri að nefna óskorað ferðafrelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi. Síðan segir:

„Það sama gild­ir þegar kem­ur að bar­átt­unni gegn verðsam­ráði, ein­ok­un og markaðsmis­notk­un stór­fyr­ir­tækja og alþjóðlegra auðhringa. Þar vak­ir ESB yfir hags­mun­um okk­ar og vel­ferð og bregst hart við þegar neyt­end­ur eða al­menn­ing­ur eru beitt­ir órétti eða yf­ir­gangi.“

Þá segir Ole að við getum þakkað ESB að flestir eru hér bólusettir gegn Covid-19 en þátttaka í sameiginlegri bóluefnaáætlun sambandsins hafi fært okkur aðgang að bóluefnum.

Ole víkur að mörgu fleiru sem hann telur vera dæmi um þann ávinning sem ESB færir okkur og telur hann að margir geri sér ekki grein fyrir þessu. Hann segir í lok pistilsins:

„Það er því sann­ar­lega mik­il­væg og marg­vís­leg þjón­usta sem ESB veit­ir banda­lagsþjóðum sín­um, svo og okk­ur tengd­um EFTA-þjóðum, fyr­ir utan alls kyns viðskipta- og efna­hags­mál, en á því sviði trygg­ir sam­bandið okk­ur öll­um frjáls­an og jafn­an markaðsaðgang og at­hafna­frelsi.

Stund­um hef­ur maður það á til­finn­ing­unni að sum­ir hér haldi að þetta hafi allt komið af sjálfu sér, eða sé okk­ur sjálf­um allt að þakka, en það er fjarri lagi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar