Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Vísi, Bylgjunnar og Stöð 2 er Samfylkingin vinsælasti stjórnmálaflokkur fólks á aldrinum 18-29 ára. Flokkurinn er með 25,2% fylgi þar en Sjálfstæðisflokkurinn kemur þar næst á eftir með 20,8%.
Samfylkingin er hins vegar með mun lakara fylgi hjá flokknum 30-39 ára eða um 8%. Hjá þessum hóp er Viðreisn stærst með 17,4% og Vinstri græn rétt á eftir með 17,3% og svo Sjálfstæðisflokkurinn með 17,2%.
Sósíalistaflokkurinn virðist höfða mest til fólks á aldrinum 40-49 ára en þar fær flokkurinn 8% fylgi. Miðflokkurinn sækir sitt fylgi til 60 ára fólks og eldra en þar er flokkurinn með 7,7%.
Samkvæmt könnuninni vilja konur kjósa Vinstri græna og alls ekki Miðflokkinn. Vinstri grænir fá 19,8% fylgi kvenna en Miðflokkurinn aðeins 3%. Hjá körlum fá Sjálfstæðismenn mjög góða kosningu eða 25,7% en Vinstri grænir aðeins 9%.
Flokkur fólksins fær nánast jafnt fylgi meðal karla og kvenna eða 4,6 og 4,4% en aldurshópurinn 50-59 ára virðist vera þeirra helsti stuðningsaðili með 6,4%.